Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 102
100
MULAÞING
tíma var Wíum fyrirlagt að hafa fært sönnur á það með vitnum, að fram-
burður Sigurðar hafi verið ósannur og ákæra hans á rökum reist. Stefndi
nú Wíum Sigurði fyrir rétt Jóns Sigurðssonar setudómara, sem settur
yrði á Bessastöðum 5. maí 1753, til þess að hlýða á vitnisburð fjögurra
meðdómsmanna sinna á Bessastaðaþingi árið 1742 um það, að hann
hefði nefnt hann (c: Sigurð) til þjónustu réttarins í umrætt skipti ásamt
þeim. Sendi Wíum Bjama Nikulássyni stefnuna og bað hann um, að
hún yrði auglýst Sigurði á löglegan hátt og í tæka tíð, svo að hægt væri
engu að síður að ljúka málinu á næsta alþingi.87 Ekkert varð þó af þess-
um vitnaleiðslum í það skipti, og mun ástæðan hafa verið sú, að Sigurð-
ur kom ekki til þingsins. Bar hann það fyrir sig, að sér hefði aldrei verið
birt stefnan. Það viðurkenndi líka Bjarni sýslumaður síðar og færði fram
sér til afsökunar, “að þetta (c: stefnan) sé altumm ofseint sér til vitundar
gefið, því megi sökin ekki þar fyrir uppihaldast”. Koma þessar afsakanir
hans allkynlega fyrir sjónir, þar sem málinu hafðu engu að síður verið
frestað í eitt ár, og þarafleiðandi gat ekki orðið til tafa, þótt haldið væri
þing á Bessastöðum 5. maí, þar sem þingið á Kleifum átti ekki að vera
fyrr en 19. sama mánaðar. A því tímabili hlaut að vera nægur tími fyrir
Sigurð að ferðast á milli þessara staða. Varla kemur heldur til mála, að
Bjama hafi borizt stefnan of seint í hendur, þar sem hún er dagsett 23.
október 1752.
Var nú sett þing í Mörk við Kleifaþingstað hinn 19. maí 1753. Þar var
Sigurður “góðviljuglega” mættur samkvæmt stefnunni, en ekki Wíum
né heldur nokkur hans vegna. Var Sigurði fyrirlagður eiður viðvíkjandi
framburði sínum, sem hann sór síðan, enda svaraði hann öllum spum-
ingum í þátttöku í fyrmefndum dómi neitandi. Þegar Wíum varð þess
var, að ekkert gæti orðið af vitnaleiðslunni á Bessastöðum 5. maí vegna
fjarveru Sigurðar, ákvað hann að fresta henni til 27. ágúst s.á. Stefndi
hann nú Sigurði enn á ný (stefnan dagsett 8. maí) til Bessastaða þann
dag til þess að hlýða á framburð þeirra Gríms Bessasonar, Bjöms Ingi-
mundarsonar, ívars Amasonar, Þorsteins Jónssonar og Bjama Einars-
sonar, er hann myndi þangað stefna þeim í sama tilgangi og ætlunin
hafði verið 5. maí um vorið. Sennilega hefur hann nú ekki treyst öðmm
fyrir birtingu stefnunnar, því að hann fór sjálfur með hana suður í
Skaftafellssýslu, ásamt tveimur stefnuvottum, og birti Sigurði hana í
Kálfafellskoti 17. maí , tveimur dögum áður en þingið var haldið á
Kleifum, enda þótt hann kæmi þar hvergi nærri. Gaf Pétur Þorsteinsson
út yfirlýsingu um það, að stefnuvottar Wíums væru báðir ærlegir menn,
og hefur þetta því verið gert með fullu samþykki hans. Er Sigurði var