Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 103
MÚLAÞING
101
auglýst stefnan, sagðist hann “forfallaður” að koma austur á tilteknum
þingdegi án þess að geta um ástæðuna. Kvaðst þó gefa leyfi sitt til þess,
að vitnaleiðslan færi fram án nærveru sinnar.88 Nokkru síðar ritaði hann
Magnúsi amtmanni bréf, sem er dagsett í Reykjavík 27. júní 1753.
Kvartaði hann mjög undan því, að Wíum hefði stefnt honum gömlum
og lasburða til Bessastaða, og kvaðst ekki geta ályktað annað en að
Wíum vildi veikja eða gera alveg ónýtan eið hans frá 19. maí s.á., “uppá
hvers eiðs sannleika” hann kvaðst þó vilja lifa og deyja. Einnig kvartaði
hann undan því, að á héraðsþingi á Bessastöðum vorið 1743 hefði
Wíum ráðizt á sig með stórfelldum hnefahöggum í andlitið svo harka-
lega, að hann féll til jarðar og blóð lagaði úr báðum vitum. Bað hann
amtmann ásjár við að ná rétti sínum fyrir þessari líkamsárás, sem hann
gaf þó enga skýringu á, með því að fela Jóni Sigurðssyni setudómara að
yfirheyra þau vitni, sem voru að atburðinum. Lítur því helzt út fyrir, að
þetta hafi átt að vera einhvers konar mótleikur gegn vitnaleiðslum
Wíums og átt að vekja tortryggni í hans garð. Enn fór hann þess á leit
við amtmann, að hann fyrirskipaði Jóni Sigurðssyni að stefna fyrir rétt
“þeim enn nú lifandi þingvitnum” Wíums frá Bessastaðaþingi, er vitnað
gætu um það, að hann hefði hvorki setið með þeim réttinn né verið á
þinginu. Hvort sem eitthvað hefur verið hæft í kvörtunum Sigurðar, tók
amtmaður þær fyrir á alþingi sumarið 1753 og kvað upp þann úrskurð,
að árásarmálið væri fymt, en hins vegar gaf hann út skipun til Péturs
sýslumanns um að stefna hið allra fyrsta fyrir rétt þeim þingvitnum
Wíums, sem Sigurður hafi talið í bréfinu, að vitnað gætu um fjarveru
hans á Bessastaðaþingi árið 1742.89 Að vísu virðist slík skipun gerð al-
gjörlega út í hött, þar sem öllum þeim mönnum, sem ritaðir voru undir
dóminn með Wíum og enn voru á lífi, hafði þá verið stefnt fyrir rétt til
yfirheyrslu.
A hinum tiltekna degi (27. ágúst) setti Jón Sigurðsson rétt á Bessa-
stöðum. Voru þar öll vitnin viðstödd, er þangað hafði verið stefnt, að
undanskildum Bjama Einarssyni, sem Wíum kvaðst hafa “tapt gefið” að
auglýsa stefnuna, þar sem Bjami gæti engar upplýsingar gefið í málinu.
Pétur Þorsteinsson, sem Wíum hafði einnig stefnt þangað sem sækjanda
málsins, var samkvæmt skipun Magnúsar amtmanns talsmaður Sigurðar
Brynjólfssonar fyrir réttinum, enda var hann hvergi nálægur. Vom nú
þessi fjögur vitni öll spurð að því, hvort Sigurður hefði ekki verið heima
á heimili sínu Bessastöðum 30. júní 1742, er þingið var haldið, og upp-
lýstist nú fyrst, að Sigurður hefði átt þar heimili á þeim tíma. Svöruðu
þau því öll játandi og töldu enn fremur, að hann hefði verið nefndur til