Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 106
104
MÚLAÞING
efu á alþingi 1743 og fyrir rétti á Egilsstöðum árið 1751 skyldi tekinn
trúanlegur bæði um bamsfaðemið og hinar “heimuglegu" hótanir, sem
Wíum hefði haft í frammi við hana, en Jón bróðir hennar sýknaður af
allri ákæru. Fyrir allar ásannaðar stórsakargiftir í málinu taldi hann
Wíum hafa “forbrotið” sýslumannsembætti sitt og ætti hér eftir ekki
“dómara sæti að beklæða”. Einnig skyldi honum gert að greiða systkin-
unum hæfilega þóknun fyrir langt fangahald þeirra og allt það illt og ó-
rétt, sem hann hefði orsakað þeim með framferði sínu.96
I vamarskjölum sínum taldi Wíum meginrökin fyrir sekt systkinanna
koma fram í eftirfarandi atriðum: I. Sunnefa, sem hefði verið frjáls og
óþvinguð frá því fyrir jól 1741 fram um sumarmál 1742, hefði ekki lýst
hann föður bamsins á þeim tíma, enda þótt hún hefði átt þess fullan
kost. 2. Vitnisburðir þeirra Péturs Einarssonar og Jóns Jónssonar um all-
ar kringumstæður við komu hans í Egilsstaði vorið 1742. 3. Sú breyting,
sem orðið hafi á framburði Sunnefu frá því á alþingi 1743 til ársins
1751. 4. Framburður Olafar fvarsdóttur og Guðnýjar Jensdóttur um
samvistir systkinanna á Skriðuklaustri. 5. Jón bróðir Sunnefu hafi játað
á sig sökina alveg óþvingaður. 6. Hin ámælisverða hegðun Jóns í varð-
haldinu. 7. Öllum sé augljós sú fjarstæða, að hann skyldi koma Sunnefu
til þess að lýsa Jón bamsföður hennar fremur en einhvem annan, og ger-
ast með því sekur í dauða hennar. Viðvíkjandi héraðsdóminum upplýsti
hann, að systkinin hefðu lofað að mæta óstefnd, og því hefði þeim ekki
verið gert neitt fyrirkall. Hann kvaðst sjálfur hafa lagt spumingar fyrir
þau og því ekki skipað neinn saksóknara (“actorem”) í málinu. Engan
verjanda (“svaramann”) hefði hann sett þeim, þar sem þau hefðu ekki
æskt þess, sem þeim hefði þó borið lagaleg skylda til, hefðu þau viljað
fá hann. Ekki taldi hann, að sér hefði borið að bjóða þeim “sponte” tals-
mann, þar sem lögin geri ráð fyrir að þeim einum skuli setja talsmann,
sem ekki megi ganga í rétt eða kunni það ekki, en því hafi ekki verið til
að dreifa með þessi systkin. Þar sem þau hefðu áður verið dæmd af lífi
fyrir bameign saman, kvaðst hann ekki hafa talið sig þurfa annað að
gera en að taka þingvitni um játningar þeirra og láta fylgja með undir-
skrift sína og meðdómsmanna sinna. Hann sagðist aldrei hafa vitað til
þess, að Örnólfur Magnússon hefði verið lögfelldur, og Jón á Eyvindará
og Sigurð Brynjólfsson hefði hann nefnt til setu í réttinum. Þá lýsti hann
sig reiðubúinn að sverja eið fyrir Sunnefu, þótt engin sýnileg ástæða
væri til þess. Hélt hann því fram að héraðsdómurinn ætti að fá staðfest-
ingu og systkinin bæði að missa lífið vægðarlaust, samkvæmt eigin
játningu þeirra á brotinu.97