Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 108
106
MULAÞING
heimildir um það. Mun hann hafa komið út aftur vorið 1755 og haft þá
meðferðis hæstaréttarstefnu í málinu." Haustið 1755 (15. september)
ritaði Pétur Þorsteinsson Rantzau og beiddist þes, að konungur skipaði
honum og sakbomingunum verjanda (“det fomöden Forsvar”), þegar
málið yrði dæmt í hæstarétti á næsta ári,100 og kom stiftamtmaður þeirri
málaleitan á framfæri við konung með bréfi, dagsettu 14. janúar
1756.101
Hinn 1. maí 1756 kvað hæstiréttur upp dóm í málinu, en öll gögn, er
vörðuðu þann dóm, munu hafa brunnið í Kaupmannahöfn árið 1794 og
eru þannig alveg glötuð.102 Samkvæmt tilkynningu stiftamtmanns hljóð-
aði niðurstaða hans þannig:
“Commissionemes Dom, bör ikke komme Sysselmand Hans Wium til
Fomærmelse paa Embede eller til Penge Udgitt i nogen Maade, men hand bör
for den Constituerede Actors Tiltale i denne Sag fri at være.”103
Af framangreindum ástæðum er nú engin leið að segja til um, á hvaða
forsendum dómur hæstaréttar var byggður, en augljóst er, að öll ákæru-
atriði nefndardómaranna hafa verið léttvæg fundin, einkanlega að því er
snerti formgallana á Bessastaðadómi, en þeir voru sem fyrr segir aðal-
forsenda dóms þeirra. Samt hlýtur það að vekja nokkra undrun, hversu
afdráttarlaust Wíum var sýknaður af öllum ákærum, þrátt fyrir þá á-
galla, sem voru á meðferð hans á málinu. Bendir því allt til þess, að ein-
hver rök hafi vegið þungt upp á móti, úr því að dómarar hæstaréttar
töldu ekki ástæðu til þess að láta Wíum sæta ábyrgð fyrir þessar yfir-
sjónir, meir en orðið var. Hins vegar verður ekki sagt um, hver þau rök
hafa aðallega verið. I ævisögu Péturs Þorsteinssonar segir, að flestir hafi
tileinkað óvæntan sigur Wíums fyrir hæstarétti verjanda hans, hinum
nafnfræga Lousen, “er þá framar pdrum, med sinni miklu lpgkiænsku í
málasóknum þótti einatt kraptaverk gipra”, enda hafi hann látið Wíum
borga sér vel fyrir aðstoð sína við hann.104 Þetta er þó sennilega með
öllu tilhæfulaust, því að hvað sem annars má segja um réttarfar þeirra
tíma, verður að teljast mjög ósennilegt, að dómarar hæstaréttar hafi ekki
gætt fyllsta hlutleysis og heiðarleika í störfum sínum.
Nokkru eftir að dómurinn var kveðinn upp (22. maí), ritaði Rantzau
stiftamtmaður Magnúsi amtmanni bréf um endalok málsins fyrir hæsta-
rétti og bauð honum að setja Wíum aftur inn í embætti sitt. Jafnframt
var amtmanni fyrirskipað að láta stefna bameignarmáli systkinanna fyr-
ir rétt þegar á þessu sama ári og láta dæma í því.105 Með því virðist stift-