Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 109
MÚLAÞING
107
amtmaður hafa viljað flýta fyrir endalokum málsins, því að ella hefðu
þau orðið að bíða alþingis árið eftir (1757), enda brást Magnús amtmað-
ur skjótt við skipunum hans. A alþingi um sumarið (21. júlí) gaf hann út
skipun til Sveins Sölvasonar, þáverandi lögmanns vestan og norðan, um
að halda aukalögþing (“extralaugting”) að Ljósavatni í Þingeyjarsýslu í
septembermánuði næstkomandi, stefna þangað aðiljum í máli systkin-
anna, skipa sakbomingunum verjanda og flytja og dæma málið.106 Slík
aukaþing höfðu verið lögleidd með tilskipun árið 1746 í því skyni að
flýta fyrir rekstri ýmissa mála, einkum sakamála, enda þurftu þá úrslit
þeirra ekki að bíða næsta alþingis.107 Sama dag ritaði amtmaður Wíum
varðandi endanlega tímaákvörðun þinghaldsins, og fól honum jafnframt
að senda dóminn utan strax að þinghaldinu loknu. Yrði málið aftur á
móti ekki útkljáð, ætti hann að sjá svo um að stefna því til næsta reglu-
legs alþingis.108 Svo virðist sem Wíum hafi aftur tekið við gæzlu syst-
kinanna, þegar hann fékk embætti sitt að nýju, enda hafði skipun amt-
manns frá árinu 1743 aðeins gert ráð fyrir, að þau væru í haldi hjá Pétri
Þorsteinssyni, á meðan rannsókn málsins stæði yfir.
Stefndi nú Sveinn lögmaður systkinunum fyrir rétt á Ljósavatni hinn
27. september 1756, og voru þau bæði til heimilis á Eiðum, er þeim var
birt stefnan (21. september). Einnig stefndi hann Wíum til sama þings
til þess að verja héraðsdóm sinn frá árinu 1742. Verjanda systkinanna
skipaði hann Bjöm Tómasson, er þá var lögsagnari í Þingeyjarsýslu.
Er þingið var sett á Ljósavatni, lagði Wíum fram héraðsdóm sinn í
máli systkinanna og krafðist sem fyrr staðfestingar á honum. Hins vegar
hélt verjandinn því fram, að ekki sæist í honum, að systkinin hefðu ver-
ið yfirheyrð nægilega, einkum Sunnefa, þeim hefði og hvorki verið
stefnt fyrir réttinn, né heldur settur nokkur verjandi, og væri dómurinn
því ólöglegur. Wíum mótmælti því og taldi það koma skýrt fram í
dómsniðurstöðunni, að þau hefðu viðurkennt brot sitt að nýju og vitnaði
til vitnaleiðslanna á Egilsstöðum 1751 því til sönnunar. Þegar Sunnefa
var yfirheyrð, reyndist framburður hennar óbreyttur þrátt fyrir eiðtöku
Wíums. Lýsti hún hann sem fyrr föður síðara barns síns og kvaðst
standa við það bæði í lífi og dauða. Hún var spurð að því, hvort hún
hefði ekki játað fyrir héraðsrétti Wíums, að Jón væri faðir þess, og ját-
aði hún því með semingi, en bætti síðan við: “Eg var ung og heimsk og
hafði engan talsmann”. Aftur á móti var framburður Jóns nú nokkuð
annars eðlis en árið 1751, er hann var síðast yfirheyrður. Sagðist hann
aldrei hafa játað á sig þessa sök áður, hvorki á Skriðuklaustri né fyrir
héraðsréttinum, en aðspurður, hvort hann vildi nú gangast við henni,