Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 116
114
MÚLAÞING
Wíum hafi í raun og veru nokkum tíma sagt þetta. Sá grunur styrkist af
ýmsu öðru tortryggilegu í framburði hennar, t.d. sagðist hún hafa sagt,
er vitnin komu inn, að hún kæmist ekki upp með sannleikann og það
yrði þá svo að vera, en vitnin töldu hana einungis hafa sagt, að það yrði
svo að vera, að Jón væri bamsfaðirinn. Þar sem vitnunum ber alveg
saman um þetta, er eðlilegra að álykta, að Sunnefa fari þarna með rangt
mál. Einnig hélt hún því fram, að Wíum hefði sagt við sig í upphafi yf-
irheyrslunnar, að hann hefði heyrt það á “veginum”, að hún hefði kennt
honurn barnið. Þetta er í algerri mótsögn við það, sem öllum vitnunum
bar saman um, að enginn orðrómur um slíkt hefði verið farinn að kvis-
ast út á þeim tíma. Er þá ekki líklegra, að Wíum hefði frekar getað frétt
það af orðspori, þar sem hann hafði, að sögn Sunnefu, ekkert rætt um
þetta við hana fyrir yfirheyrsluna í apríl og var auk þess fjarverandi og
sjúkur allan tímann. Þá er þetta engu að síður í mótsögn við þá stað-
reynd, að Sunnefa hafði aldrei viljað segja neitt um, hver væri faðir
bamsins áður en Wíum talaði við hana í apríllok. Hljóta þessar augljósu
mótsagnir að rýra gildi alls framburðar hennar og gera hann lítils virði.
Að vísu virðist það koma fram hjá vitnunum tveimur, að Wíum hafi
beitt Sunnefu nokkuð mikilli hörku í umrætt skipti, þar sem hann spyr
hana tvisvar og í annað skiptið beinlínis, hvort Jón sé ekki barnsfaðir-
inn. Varla verður það þó skoðað sem nokkur sönnun fyrir því, að sú
játning, sem Sunnefa gerði að lokum, hafi ekki verið sönn eftir hennar
beztu vitund, þar sem það er ofur skiljanlegt, að hún hafi ógjarnan viljað
láta sannleikann í ljósi, enda hlaut henni að vera vel kunnugt um, hvað
nýtt blóðskammarbrot gat kostað þau bæði. Tregða hennar við að láta
uppi faðemi barnsins fyrst eftir fæðingu þess, áður en Wíum kom þar
nokkuð við sögu, bendir einnig ótvírætt til hins sama.
2. Viðvíkjandi þeim formgöllum, sem voru á dauðadómi Wíums yfir
systkinunum og þinghaldinu vorið 1742, er þetta að segja umfram það,
sem áður hefur verið drepið á: Það verður ekki dregið í efa, að þátttaka
a.rn.k. þriggja meðdómsmannanna hefur á einhvern hátt verið afbrigði-
leg, enda þótt með því sé ekki sagt, að Wíum hafi átt sök á því eða vitað
um það. Staðfest er, að Örnólfur Magnússon hafði ekki óflekkað mann-
orð og Jón á Eyvindará sat ekki réttinn til loka, en í þess stað ritaði
skrifari Wíums nafn hans undir dóminn. Þótt telja megi sannað, að Sig-
urður Brynjólfsson hafi setið réttinn (sbr. vitnaleiðsluna), virðast sterkar
líkur fyrir því, að Wíum hafi fengið Bjama Einarsson til þess að skrifa
nafn hans undir dóminn, væntanlega af þeirri ástæðu, að Sigurður hafi
ekki verið fær um það sjálfur. Að tilnefna óskrifandi mann sem þing-