Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 117
MÚLAÞING
1 15
vitni hlaut að vera ámælisvert. Hægt væri að líta á þetta sem sönnun fyr-
ir rangri málsmeðferð og sekt Wíums; hann hafi beinlínis ekki getað
fengið aðra hæfari menn en þessa til þess að taka þátt í dóminum með
sér, þar sem öllum hafi verið kunnugt um, að hann var byggður á röng-
um forsendum. Þetta er þó lítt sennilegt, því að eftir því sem næst verð-
ur komizt, voru meðdómsmenn Wíums flestir gildir bændur þar úr
sveitinni, t.d. var einn lögréttumaður og annar (Jón á Eyvindará) var
síðar sagður hreppstjóri að nafnbót. Enda þótt þeir Örnólfur og Sigurður
hafi vart getað talizt dómhæfir, þá er sem fyrr segir engan veginn sann-
að, að Wíum hafi verið kunnugt um þá meinbugi, er vörðuðu setu þeirra
í réttinum. Auk þess er ekki ósennilegt, að í tiltölulega fámennum
hreppi hafi oft gengið erfiðlega að fá átta óvilhalla og fullfæra menn til
þátttöku í slíkum dómi, eins og menntun og menningarástandi Islend-
inga var þá háttað, og er í því sambandi rétt að geta þess, að í skýrslu
sinni til Landsnefndarinnar fyrri minnast þeir Hans Wíum og Pétur Þor-
steinsson báðir á það vandamál.122 Um aðra formgalla þessa dóms, þ.e.
vöntun á sækjanda og verjanda, hefur áður verið rætt, en vafalaust hefur
einnig verið skortur á hæfum mönnum til slíkra starfa, og einnig má
minna á, að Wíum taldi, að sér hefði ekki borið skylda til að skipa
systkinunum verjanda óumbeðið. Það er því mjög hæpið að ætla sér að
draga nokkrar ályktanir um sekt Wíums út frá þessum formgöllum hér-
aðsdómsins, enda er það líka staðreynd, að hæstiréttur taldi þá ekki
skipta miklu máli, hvorki með tilliti til þess né annars. Að vísu hafa
sumir látið sér detta í hug, að ósveigjanleiki Wíums og fljótaskrift í
sambandi við fyrstu yfirheyrslu systkinanna, svo og ágallar héraðs-
dómsins, hafi að einhverju leyti stafað af rangri forsendu fyrir þeim.
Hafi sannleikurinn fyrst orðið opinber fyrir tilstilli andstæðinga Wíums
á alþingi árið 1743, er sakborningarnir voru lausir undan áhrifavaldi
hans. Af því, sem fram hefur komið, virðist þó mega álíta, að þessi
skoðun styðjist við fremur lítil rök, enda margt sem mælir gegn henni.
Má þar m.a. nefna þá augljósu staðreynd, að vart hefði jafnauðugum og
valdamiklum manni og Wíum var á þeim tíma, reynzt örðugt að fá ein-
hvern annan en Jón til þess að gangast við faðemi bamsins, hafi hann
ekki verið sekur, enda voru slíks ekki ófá dæmi á þessum tíma, er auð-
ugir menn áttu hlut að máli. Hefði það a.m.k. verið mun eðlilegri og
mannúðlegri lausn heldur en sú að þvinga systkinin til þess að játa á sig
þessa sök, sem hlaut að kosta þau bæði lífið. Slík ómennska brýtur líka í
bága við þá miklu alþýðuhylli, sem Wíum vírðist hafa haft og viðleitni
hans til að bjarga sekum mönnum frá refsingu (sjá síðar). Auk þess