Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 117

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 117
MÚLAÞING 1 15 vitni hlaut að vera ámælisvert. Hægt væri að líta á þetta sem sönnun fyr- ir rangri málsmeðferð og sekt Wíums; hann hafi beinlínis ekki getað fengið aðra hæfari menn en þessa til þess að taka þátt í dóminum með sér, þar sem öllum hafi verið kunnugt um, að hann var byggður á röng- um forsendum. Þetta er þó lítt sennilegt, því að eftir því sem næst verð- ur komizt, voru meðdómsmenn Wíums flestir gildir bændur þar úr sveitinni, t.d. var einn lögréttumaður og annar (Jón á Eyvindará) var síðar sagður hreppstjóri að nafnbót. Enda þótt þeir Örnólfur og Sigurður hafi vart getað talizt dómhæfir, þá er sem fyrr segir engan veginn sann- að, að Wíum hafi verið kunnugt um þá meinbugi, er vörðuðu setu þeirra í réttinum. Auk þess er ekki ósennilegt, að í tiltölulega fámennum hreppi hafi oft gengið erfiðlega að fá átta óvilhalla og fullfæra menn til þátttöku í slíkum dómi, eins og menntun og menningarástandi Islend- inga var þá háttað, og er í því sambandi rétt að geta þess, að í skýrslu sinni til Landsnefndarinnar fyrri minnast þeir Hans Wíum og Pétur Þor- steinsson báðir á það vandamál.122 Um aðra formgalla þessa dóms, þ.e. vöntun á sækjanda og verjanda, hefur áður verið rætt, en vafalaust hefur einnig verið skortur á hæfum mönnum til slíkra starfa, og einnig má minna á, að Wíum taldi, að sér hefði ekki borið skylda til að skipa systkinunum verjanda óumbeðið. Það er því mjög hæpið að ætla sér að draga nokkrar ályktanir um sekt Wíums út frá þessum formgöllum hér- aðsdómsins, enda er það líka staðreynd, að hæstiréttur taldi þá ekki skipta miklu máli, hvorki með tilliti til þess né annars. Að vísu hafa sumir látið sér detta í hug, að ósveigjanleiki Wíums og fljótaskrift í sambandi við fyrstu yfirheyrslu systkinanna, svo og ágallar héraðs- dómsins, hafi að einhverju leyti stafað af rangri forsendu fyrir þeim. Hafi sannleikurinn fyrst orðið opinber fyrir tilstilli andstæðinga Wíums á alþingi árið 1743, er sakborningarnir voru lausir undan áhrifavaldi hans. Af því, sem fram hefur komið, virðist þó mega álíta, að þessi skoðun styðjist við fremur lítil rök, enda margt sem mælir gegn henni. Má þar m.a. nefna þá augljósu staðreynd, að vart hefði jafnauðugum og valdamiklum manni og Wíum var á þeim tíma, reynzt örðugt að fá ein- hvern annan en Jón til þess að gangast við faðemi bamsins, hafi hann ekki verið sekur, enda voru slíks ekki ófá dæmi á þessum tíma, er auð- ugir menn áttu hlut að máli. Hefði það a.m.k. verið mun eðlilegri og mannúðlegri lausn heldur en sú að þvinga systkinin til þess að játa á sig þessa sök, sem hlaut að kosta þau bæði lífið. Slík ómennska brýtur líka í bága við þá miklu alþýðuhylli, sem Wíum vírðist hafa haft og viðleitni hans til að bjarga sekum mönnum frá refsingu (sjá síðar). Auk þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.