Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 122
120
MULAÞING
Jónsson, látið lýsa eftir þremur sakamönnum; Eyvindi Jónssyni og
Höllu Jónsdóttur, burtstroknum úr varðhaldi Halldórs Jakobssonar
sýslumanns (í Strandasýslu) vorið 1764, svo og Einari nokkrum Sig-
urðssyni. Fylgdi með nákvæm lýsing á þeim þremur, en jafnframt var
öllum sýslumönnum landsins boðið að taka þau til fanga, hvar sem þau
kynnu að hittast fyrir í sýslum þeirra.4 Svo lítur út fyrir, að öll hafi þau
haldið rakleitt til Austurlands, og bendir það ótvírætt til þess, að þangað
hafi sakamenn talið sér vænlegast að leita til undankomu á þessum tíma.
I vanalegum þingferðum sumarið 1766 lýsti Pétur Þorsteinsson eftir
þeim á öllum þingstöðum sýslu sinnar, og bendir það til þess, að honum
hafi áður borizt einhver vitneskja eða grunur um dvöl þeirra eystra. Á
Trébrúarþingi við Jökulsá á Dal (22. maí) skýrðu nokkrir þingmenn frá
því, að um haustið 1764 hafi flakkað norður eftir sýslunni ókunnugur
karlmaður og kvenmaður, er nefnt hafi sig Jón og Guðrúnu. Töldu þeir
þetta hafa verið þau Eyvind og Höllu samkvæmt lýsingunni. í Ási í
Fellum nokkrum dögum síðar upplýstist alveg hið sama að því við-
bættu, að þingmenn sögðust hafa heyrt “að þau hér í héraðið kornið hafi
af fjöllum”. Á þingi á Skeggjastöðum 9. ágúst voru þau enn eftirlýst, og
upplýsti presturinn þar, Sigurður Eiríksson, að haustið 1764 hefðu kom-
ið til sín og haldið áfram norðureftir karl og kona, sem hann taldi hafa
verið Eyvind og Höllu. Kvað hann þau nú mundu dveljast bæði í Þing-
eyjarsýslu, hann á Svalbarði í Þistilfirði, en hana á Sauðanesi (á Langa-
nesi). Töldu aðrir viðstaddir þingmenn lýsingu Eyvindar og Höllu vel
geta komið heim við umræddar persónur, er nefnt hafi sig Jón Jónsson
og Guðrúnu Jónsdóttur, en þó síður Höllu. Aðspurðir, hvaða skilríki
þessar manneskjur hefðu haft meðferðis svöruðu þeir á þá leið, að þau
hafi bæði haft "bón” frá Hans Wíum sýslumanni þess innihalds, að fólk,
sem yrði á vegi þeirra, vildi beina leið þeirra, hennar einkanlega, til
heimkynna sinna. Hafi konan sagzt hafa verið “burtgripin” í grasaheiði
af tveimur útileguþjófum, Arnesi og Abraham, en bæði hafi þau sagzt
vera komin úr Strandasýslu og ætla að ferðast fyrst norður á Langanes,
og þaðan beina leið heirn til sín. Þar sem nú var komið að mörkum
sýslu Péturs Þorsteinssonar, var þess ekki að vænta, að frekari upplýs-
ingar fengjust um þau í þetta skipti, og ekki var heldur neitt aðhafzt af
hans hálfu að iáta taka þau höndum. Telja má nokkurn veginn víst, að
hér hafi verið um sakamenn að ræða, enda verkar sagan um útileguþjóf-
ana lítt sannfærandi. Er þá vart öðrum líklegri til að dreifa þetta ár en
einmitt Eyvindi og Höllu, enda þóttust þingmenn þekkja þau af lýsing-
unni. Einnig hafði maðurinn haft meðferðis “attest” prestsins í Grunna-