Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 142
ANDRÉS BJÖRNSSON
Búferlaflutningar
Andrés Bjömsson á Snotrunesi skildi eftir sig skrifaðar endurminningar sem hann bað
mig fyrir, en sagði jafnframt að eg mætti nota þær og ráðstafa að vild. Þær eru enn hjá
mér, en eg mun leggja þær inn í héraðsskjalasafnið, því að honum var eðlilega umhugað
um að þær glötuðust ekki. Þær eru ekki þannig skrifaðar að í þeim sé neitt sem ekki megi
koma fyrir almenningssjónir. Hér segir frá búferlaflutningum um aldamótin og hygg eg að
ýmsum leiki forvitni á að kynnast því hvernig slíkir flutningar fóru fram áður en
nútímavegir komu til sögunnar og brýr, en hestar notaði til flutninganna, ferjur yfir vötn
og í þessu falli bátur síðasta spölinn fyrir sumt af fólkinu. Andrés tekur nú við þessari
frásögn og segir fyrst frá aðdraganda þessarar ráðabreytni. Á.H.
Árið 1900 gerðist undrið er móður minni varð þungt í skauti og hana
hafði ekki dreymt fyrir.
Snemma vetrar kom Andrés í Geitavík bróðir pabba, upp í Staffell og
hafði þær fréttir að segja honum að hálft Snotrunes í Borgarfirði væri til
sölu og verð á jörðinni eitt þúsund krónur. Seljandinn væri Þorkell
Sigurðsson systursonur Ármanns á Snotrunesi, Þorkell sé ráðinn í að
fara til Ameríku.
Pabbi þekkti til á Nesi, hann var þar vinnumaður 19 ára gamall hjá
Bjama bónda Pálssyni er þá bjó þar. í Geitavík bjó þá góður sjómaður
Jónatan að nafni og pabbi fór oft á sjó með honum til að fá í soðið
handa Nesheimilinu. Honum þótti fjarska gaman að fara á sjó og draga
fisk og fékk oft góðan hlut.
Andrés var 2-3 nætur á Staffelli. Sjálfsagt hefur margt verið rætt og
rabbað um Nes og fleira, og sá varð endirinn að hann lagði land undir
fót og fór til Borgarfjarðar að finna Þorkel og líta á jörðina og hús henni
fylgjandi.
Þegar pabbi kom aftur heim úr Borgarfjarðarförinni var hann búinn að
festa kaup á hálfu Nesi og ákveða að flytja þangað á komandi vori, ef
hann gæti selt Staffell á góðu verði. Þetta var þungt áfall fyrir móður
mína, að fara frá Staffelli, þar sem hún ætlaði að vera alla sína ævidaga.
Þennan síðasta vetur okkar á Staffelli, eftir að faðir minn var búinn að
ganga frá öllu viðvíkjandi sölu á jörðinni, fór hann að undirbúa flutning