Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 143
MÚLAÞING
141
á búslóð út að Unaósi. Hann byrjaði á að smíða stóran viðarsleða og
ætlaði sér að sæta góðu ekileiði meðan öll vötn og blár væru á ísum, og
kom öllum þeim áhöldum og búslóð, sem hægt var að missa frá
daglegum þörfum, út að Unaósi. Einn góðan veðurdag seint um
veturinn er raðað á tvo sleða öllum farangri sem hægt var að missa -
nema skattholi sem mér var gefið í tannfé. Pabbi treysti sér ekki til að
flytja það óskemmt og því seldi hann það á 30 krónur og þótti lágt verð.
Pabba gekk ferðin vel báðar leiðir og var ánægður með fyrsta áfangann
á flutningum að Nesi.
Síðasta vorið okkar á Staffelli var gott, og Jón bróðir passaði ærnar á
sauðburði. Ég fylgdi honum eins og skugginn alla daga við æmar og
þótti okkur báðum fjarska gaman að lömbunum, einkum þegar þau
skokkuðu og fóru að leika sér mörg saman í hópi. Aður en við fluttum
var búið að reka saman féð, marka lömbin og rýja geldfé, en ær voru
ekki rúnar fyrir fráfærur.
Nokkru áður en við fluttum fór pabbi til Borgarfjarðar að vinna á
túninu á Nesi. Hann réð til sín vinnuhjón úr Borgarfirði, Helga Jónsson
og Jóhönnu systur Þómnnar í Geitavík. Þau áttu tveggja ára telpu
Sveinu að nafni. Þessi hjón voru komin í Nes þegar pabbi fór aftur
uppyfir til að sækja fjölskylduna og farangurinn, það sem hann gat ekki
farið með um veturinn. Þegar hann kom aftur að neðan hafði hann Ijóra
hesta sem hann fékk lánaða á næstu bæjum við Nes undir fólk sitt og
flutning. Sjálfur átti hann fimm hesta.
Margir komu til að kveðja okkur áður en við fórum, einkum móður
mína sem var með einsdæmum vinsæl. Margir fundu sáit til með henni
að þurfa að fara frá sínu ættaróðali í ókunnugt pláss þar sem hún þekkti
engan nema Andrés í Geitavík. Það voru þung spor fyrir hana að fara
frá Staffelli, enda felldi hún mörg tár þegar hún var að kveðja sitt
vinafólk í Fellum.
Og nú rann brottfarardagurinn upp - fimmtudagurinn í sjöundu viku
sumars með hlýja sunnangolu og sól, tún og engi, móar og mýrar, allt
orðið fagurgrænt og fuglasöngur kvað við í öllum áttum. Þennan dag
var risið snemma úr rekkju að bera út á rúst - rúmföt, kassa með
búsáhöldum og annan farangur, allt bundið í bagga úti á rúst og síðan
hengt á klakk á þarfasta þjóninum er stóð á hlaði með reiðingi, tilbúinn
og traustur að bera bagga sína á leiðarenda.
Þegar búið var að snara klyfjum á klakk steig fólkið á bak
reiðskjótum. Pabbi reið skjóttum hesti sem hann átti og lét mig ríða
fyrir aftan sig. Mamma reið skjóttum hesti frá Geitavík og reiddi Gróu