Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 146
144
MULAÞING
sem tóku okkur með sinni miklu gestrisni. Pabbi leysti upp rúmfatnað
og lagði á gólf handa okkur eins og á Steinsvaði. Eg var fljótur að sofna
eftir góðan kvöldverð.
Daginn eftir var laugardagur fyrir hvítasunnu. Þegar við lögðum af
stað frá Staffelli reiknaði pabbi með því að við yrðum komin í Nes þetta
laugardagskvöld ef ferðalagið gengi að óskum. Þennan morgun var enn
sama góða veðrið, sólskin og hiti og dásamlegt útsýni yfir grænt
haglendi og fagran og mikinn fjallahring, einkum að austanverðu. Fyrir
hádegi er búið að leggja á hestana og hengja burð á klakka. Fólkið í
Gagnstöð er kvatt og þakkaðar rausnarlegar góðgjörðir. Þaðan er stutt í
Heyskála.
Heyskálabærinn var norðan við Selfljótið og örstutt innan við bæinn
lögferja. Ferjumaður var bóndinn á bænum, Þorkell Gíslason, hár og
þrekinn með stórar hendur og rautt skegg, aldraður orðinn. Með honum
var bróðir hans, Sigurður, lítill maður og hvatur í spori. Bræður þessir
hjálpuðu pabba við að taka ofan af hestunum og spretta af þeim
reiðfærum. Ferjan var á floti í lítilli vör sem gekk inn í fljótsbakkann og
þægilegt að láta farangur í hana, enda gekk það fljótt. Kýmar vom
mýldar og hafðar á eftir. Þær syntu naumast nema þar sem dýpst var í
fljótinu og pössuðu vel að láta halann ekki blotna frekar en í Lagarfljóti.
Hestarnir voru reknir yfir og vatnið ekki dýpra en í taglhvarf. Þegar yfir
var komið hjálpuðu þeir bræður pabba að koma upp á hestana. Síðan
var greiddur ferjutollurinn og þeir kvaddir. Þetta vom mín fyrstu kynni
af þessum bræðrum en ekki þau síðustu. Nú var stutt leið að fara að
Unaósi.
Þar bjuggu hjónin Sigurður Jakobsson og Elín Björg Arnbjörnsdóttir
með mörgum bömum sínum er voru fermd nema þrjú þau yngstu.
Okkur var boðið að stansa og þiggja góðgerðir og það var vel þegið,
burðurinn tekinn af hestunum og þeim sleppt út fyrir tún en kúnum á
túnið. Móðir mín mun hafa þekkt nöfnu sína á Osi og nú talaðist svo til
með þeim að mamma yrði eftir á Osi með okkur Gróu þar til á annan í
hvítasunnu. Mamma hafði heyrt að Njarðvíkurskriður væru slæmar
yfirferðar, og henni var illa við að fara þær vegna þess að hana sundlaði
þar sem hátt var niður, t.d. við að horfa fram af háum klettum. Pabbi
vildi ekki leggja það á hana að fara Skriðurnar, en bauðst til að sækja
okkur daginn eftir á bát upp á Höfða ef gott yrði í sjóinn á annan í
hvítasunnu. Þetta varð úr.
Þegar allir voru búnir að gæða sér á góðri máltíð hjá Óshjónum voru
hestar teknir og settur á þá burðurinn, lagt af stað út með fljóti og haldið