Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 147
MÚLAÞING
145
á Gönguskarð eftir þjóðvegi til Borgarfjarðar. Mér þótti vænt um að
verða eftir því að eg var þreyttur og lerkaður af að hanga á lendinni á
Skjóna alla þessa löngu leið.
Bóas á Osi var stór og laglegur piltur og skemmtilegt að vera með
honum. Við fylgdum ferðahópnum út fyrir tún, og Bóas fór með mig
upp á klettana utan og norðan við Osbæinn, þar fannst mér fallegt
útsýni hvert sem litið var og þó einkum og helst að horfa út með fljótinu
og sjá spegilsléttan sjóinn sem eg sá nú í fyrsta sinni. Þetta útsýni af
klettunum á Unaósi er mér ógleymanlegt.
Sigurður á Osi var lítill maður og snaggaralegur, ófríður en
harðduglegur og verklaginn. Kona hans var aftur á móti stórglæsileg
álitum, og hún hafði svo ntikið og fallegt hár að þótti með einsdæmum.
Þau þóttu mestu sómahjón, gestrisin og greiðug. Þau áttu átta böm sem
öll voru heima á Osi þetta vor er við fluttum í Nes nema Páll sem var
elstur og alinn upp í Fljótsdal.
Hvítasunnudagurinn var sólríkur og fagur, blæjalogn og blámóða yfir
Héraðinu. Elstu Ossystkinin fjögur fóru ríðandi til Njarðvíkur og
Borgarfjarðar fyrir hádegi, en við Bóas skemmtum okkur vel um
daginn. Hann átti marga báta sem hann hafði niðri við fljót og þar
sulluðumst við með þá mestallan daginn. A fjörunni fórum við út í
lítinn varphólma sem er í fljótinu, þar var mikið um kríur sem áttu
hreiður í hólmanum og nokkrar æðarkollur. Það var bannað að styggja
kollumar af eggjunum. Eg skemmti mér vel með Bóasi og fannst
dagurinn fljótur að líða.
A annan í hvítasunnu var enn indælt veður logn og hiti. Seinni partinn
um daginn kom pabbi að sækja okkur eins og hann hafði talað um, og
með honum nafni minn í Geitavík. Þeir settu bátinn á land á Höfðanum.
Þeir sögðu sjóveðrið ákjósanlegt, sjórinn væri eins og heiðartjöm. Þegar
þeir bræður höfðu neytt góðgjörða á Osi vildu þeir hafa hraðan á að
komast af stað til baka. Sigurður bar sig illa að geta ekki lánað okkur
hesta út á Höfða, böm hans voru ekki komin frá Borgarfirði og því
enginn hestur heima. Þetta væri nokkuð löng leið að ganga fyrir
mömmu og bömin, sagði hann, en um slfkt tjáði ekki að tala. Nú var
fólkið á Osi kvatt með hlýhug og miklu þakklæti fyrir skemmtilegar og
indælar móttökur og lagt af stað eftir grýttum götum út með fljótinu.
Mér fannst þetta óraleið og Gróa varð lúin að ganga og þurfti pabbi að
bera hana spöl og spöl. Mér fannst mikið til um að sjá bátinn standa við
sjóinn, svartan að lit með hvíta borðstokka og á afturskut hvítir stórir
stafir, GAUTI, er var nafn bátsins og eigandinn var Andrés í Geitavík.