Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 149
MÚLAÞING
147
vegurinn liggi yfir Njarðvíkurskriður. Þetta er nefnilega endinn á
Nesfjallinu sem þama gengur fram, og sást móta fyrir veginum þó mjór
væri á þessum árum. Við vorum þarna á venjulegri róðrarleið, þegar
komið er af Höfðanum og haldið inn á Borgarfjörð. Við okkur blasti
opin Njarðvík og eins Borgarfjörður. Það var sannarlega dýrleg sjón að
sjá til lands í morgunkyrrðinni, sjórinn spegilsléttur og hvítur af logni
svo langt sem augað eygði til hafs. Eftir smástundarhvíld við áramar var
þeim á ný dýft í sjóinn og báturinn tók skriðinn með stefnu á
Landsenda. Ekki sást ský á lofti og veðurbreyting ekki sjáanleg. I
hafinu roðaði fyrir sólarupprás og fjallatoppar orðnir roðagylltir.
Bræður sóttu róðurinn fast inn með Landsendanum og eg í
framskutnum hafði augun galopin fyrir öllu er fyrir þau bar bæði á sjó
og landi.
Eftir langt ferðalag okkar yfir land og sjó birtist loks Nesbærinn og
allt Nesland með sínum gögnum og gæðum, ef svo mætti orða það.
Bræður renndu bátnum í Bæjarfjöru framan við lækinn, og svo var
stigið á land á brimsorfið fjörugrjót og labbað upp grasivaxinn
sjávarbakka. Mamma stansaði augnablik hjá smákofa á bakkabrúninni,
síðan haldið heim að bænum. Á leiðinni gengum við framhjá fjárhúsi,
og önnur hliðin á því var niðurbrotin og lá í krónni, ekki var aðkoman
falleg. Eg hoppa þúfu af þúfu alla leið heim að bæjardyrum.
I bæjardyrum stóð há kona, frekar ófríð í andliti, með mikið svart hár.
Þetta var Jóhanna vinnukona pabba, annað fólk á Nesi sofandi. Jóhanna
bað okkur að ganga í bæinn. Hún fór með okkur inn löng göng er lágu
að eldhúsi. Þar logaði eldur í hlóðum. Inn úr eldhúsinu var búr með
tveim litlum gluggum og stórum trébekk meðfram úthlið. Á bekknum
stóð skápur er Jóhanna átti. Hún opnar hann og tekur úr honum diska og
bolla og lætur á bekkinn og spyr hvort við viljum kaffi eða mjólk. Við
Gróa viljum mjólk en mamma kaffið. Jóhanna rennir í bollana og
skákar á bekkinn sykri og kúfuðum diski af brauði og býður okkur að
gera svo vel.
Ekki leist móður minni á bæjarhúsin á þeirra parti þó hún segði fátt.
Baðstofan hékk uppi langt frá því að vera íbúðarfær. Búrið var skásti
kofinn og eldhúsið þegar pabbi var búinn að stækka það og laga.
Fjóskofi fyrir tvær kýr var áfastur bænum. Á Efrihjáleigunni utan við
bæjarlækinn voru tvö hús, annað fyrir 20 lömb, hitt fyrir 25 ær og
hesthúskofi á Neðrihjáleigunni fyrir tvo hesta. Eitt fjárhús á niðurtúninu
(niðurbrotið) fyrir 30 kindur - og þá allur húsakostur talinn á hálflendu
pabba, nema kúahlaða áföst bænum og tók 50 hesta.