Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 151
SKÚLI GUÐMUNDSSON
Við vatnið
Veturhús
Vestan undir Svalbarðshálsi er býlið Veturhús. Hallar landinu allmikið
mót vestri, niður að Veturhúsatjöm, en hún er í gróinni lægð eða dal-
verpi sem teygir sig nokkuð í suðurátt milli Svalbarðsháls og Anavatns-
öldu. Heitir þar Hvannstóð, allvíðáttumikið þurrt sléttlendi sem er víði-
vaxið og eru frá því grónir rindar upp í brekkumar báðum megin. Þama
mun stundum hafa verið dálítill laufheyskapur. Heimaland Veturhúsa
má teljast allt saman gróið, og er samtengt graslendi Víðidalsins til aust-
urs og einnig í suður umhverfis vatnið Gripdeild, og þaðan er samfellt
graslendi vestan í Eiríksstaðahneflum og Anavatnsöldu suður fyrir Heið-
arsel. Þar í torfunum vestan í Ytri-Hneflinum, nær því gegnt Heiðarseli,
var eitt sinn býlið Hneflasel.
Hneflasel var langhæsta byggða ból á landinu bæði fyrr og síðar, en
það var í 610 m hæð yfir sjó. Bærinn þar mun hafa byggst skömmu fyrir
1860 en lagðist í auðn við öskufallið 1875 og byggðist ekki eftir það.
Veturhúsatjöm er lítið annað en leira sem þomar stundum nær alveg í
þurrkatíð þó að í hana renni smálækir. Ef til vill hefur hún verið dýpri
fyrir öskufall, og ekki er ólíklegt að í henni hafi áður verið einhver veiði,
en allt hefur það eyðilagst af vikrinum. Úr tjöminni er afrennsli til Ana-
vatns um lækinn Göndul. Umhverfis tjömina er mjög votlent, svo að
segja má að þar sé mýri. Þama er allgott engi, rauðbreyskingur og ljósa-
lykkja, en sá gróður var aðalkúafóður allra Heiðarbænda þar sem ekki
voru nein tún við bæina svo að heitið gæti. Þama mun Veturhúsabóndi
alltaf hafa heyjað mikið, enda stutt að fara frá bæ.
Vestan við Veturhúsatjöm, á grónum slakka við rætur melöldu eru
gamlar tættur. Þar mun bærinn hafa staðið í öndverðu, og er ekki loku
fyrir það skotið að þar hafi verið bær, áður en Heiðin tók almennt að
byggjast skömmu eftir 1840. Til em um það óljósar sagnir frá fyrri tíð,
og mun bærinn þá hafa heitið Barð. Hefur uppblástur herjað á landið
þama, einkum vestan við tætturnar, og þess vegna var bærinn fluttur
nokkru eftir síðustu aldamót austur fyrir tjömina, upp í brekkuna. Mel-
amir vestan við tættumar voru í daglegu tali nefndir Veturhúsamelar.