Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 152
150
MÚLAÞING
Allt er umhverfi Veturhúsa grösugt að sjá á sumardegi, og fremur hlý-
legt. Bærinn er raunar í kvos eða skál sem er suðurendi Botna. Ef hugs-
að er til baka til þess tíma þegar sauðfjárrækt var aðalatvinnuvegur
landsmanna, þá mun hafa þótt búsældarlegt þama vegna hins grósku-
mikla gróðurs sem er umhverfis bæinn og í næsta nágrenni, og ekki mun
hafa spillt fyrir að geta fengið nýjan silung í pottinn annað slagið þegar
ekki var annað að hafa en rollukjöt til matar víða í dölum.
Eitt sinn bjó á Veturhúsum Björn Gíslason frá Breiðavaði í Eiðaþing-
há, Nikulássonar “ríka” á Dalhúsum, en kona Bjöms var Olöf Eyjólfs-
dóttir, Bjamasonar bónda í Hjarðarhaga á Jökuldal. Þótti Bjöm mikill
búmaður og þótti í frásögur færandi, að eitt haustið hefðu þá á Veturhús-
um verið 11 hey, vel upp gerð, og þrjár tunnur af söltuðum silungi, und-
an sumrinu. (Halld. Stefánss.: Jökuldalsheiðin og byggðin þar).
Síðar bjó Bjöm á Grímsstöðum á Fjöllum góðu búi, en að síðustu fór
hann til Ameríku með fjölskyldu sína.
Björn mun stundum hafa verið kallaður “hinn ríki”. I Þjóðsögum Sig-
fúsar Sigfússonar er frásögn af því, hvemig Bjöm hafði efnast. Þar segir
á þessa leið:
“Bergur hét maður er lengi var hjá Gísla bónda á Breiðavaði í Eiða-
þinghá. Hann safnaði peningum miklum og ánafnaði þá síðan Bimi syni
Gísla, enda sögðu svo sumir menn að Björn væri honum Bergi all-líkur í
sjón.”
Hér er almannarómur greinilega að sveigja að því að Bjöm hafi raunar
verið launsonur Bergs þessa, sem var þekktur á sinni tíð undir viður-
nefninu Peninga-Bergur. En hvemig sem því annars var nú varið, þá var
Bergur hjá Gísla á Grímsstöðum alla tíð og skildi ekki við hann á meðan
hann lifði, og eftir dauða Bergs eignaðist Björn skatthol mikið ásamt
peningum þeim sem Bergur hafði átt.
Frá Önnu Einarsdóttur
Lengi hafði ég vitað um, að góður kunningsskapur hefði verið með
Pétri bróður mínum, þá er hann var heima á Seli, og konu nokkurrar á
næsta bæ, Önnu í Veturhúsum. Heyrði ég í bemsku, er móðir mín
minntist á hana, að hún hefði verið sem kallað var dálítið sérvitur og
ekki við alþýðu skap. Ekki hefðu þeir verið margir sem kunnu að meta
hana, en það heyrði ég jafnframt að hún mundi hafa verið trygg við vini
sína og aðra sem henni vora að skapi. Hafði löngum verið nokkur kunn-
ingsskapur á milli bæjanna, og einnig vora Veturhús í alfaraleið niður á