Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 154
152
MULAÞING
Bjami sér ráðskonu. Hann varð síðasti ábúandi Veturhúsa, en hann
fluttist á burt um vorið 1941.
Anna Einarsdóttir - œtt og uppruni
Anna Einarsdóttir var fædd að Slýjum í Meðallandi hinn 21/7 1862.
Faðir hennar var Einar Ólafsson f. á Snæbýli í Skaftártungu hinn 27/2
1830, Ólafssonar, Einarssonar, en kona Ólafs, móðir Einars var Vilborg
Hallvarðsdóttir, Halldórssonar.
Móðir hennar var Una Jónsdóttir f. í Langholti í Meðallandi 16/11
1829, Brynjólfssonar prests Arnasonar, en kona Jóns og móðir Unu var
Evlalía Erlendsdóttir, Nikulássonar undan Eyjafjöllum.
Þau Einar og Una giftust hinn 31/10 1853, og eru þau þá í húsmennsku
í Efri-Ey og þar fæðast næstu árin þrjú böm þeirra:
1. Evlalía f. 14/8 1854, d. 1/5 1918 á Syðri-Fljótum. Hún var sú eina
af þeim systkinum sem aldrei yfirgaf sína heimasveit og var vinnukona
til æviloka. Hún giftist ekki, en átti tvö böm og eru nokkrir afkomendur
hennar í Skaftafellssýslu og um Suðurland, allt mesta myndarfólk. Sonur
hennar, Einar Einarsson, var lengi djákni í Grímsey.
2. Guðrún f. 26/8 1857, d. 5/7 1890 í Óskoti í Mosfellssveit.
3. Ólafur f. 7/3 1860 , d. 1943 á Hnausum. Ógiftur, bamlaus.
Þau Einar og Una eru í Efri-Ey til 1862, en þá fara þau að búa á Slýj-
um, og þar búa þau allan sinn búskap upp frá því, eða fram til áranna
1886-87. Á Slýjum fæðast síðan önnur þrjú böm þeirra:
4. Anna f. 21/7 1862, d. 30/1 1937 á Veturhúsum í Jökuldalshreppi.
5. Bárður f. 8/5 1867, d. 15/8 1940 í Ámesbyggð Nýja-íslandi. Kona
hans var Guðfinna Gísladóttir úr Hjaltastaðaþinghá. Þau giftu sig 1895
og fóru vestur um haf 1903.
6. Jóhanna f. 15/4 1877. Hún átti 1895 Jón Þorsteinsson frá
Glúmsstöðum f. 1856, (Melaætt). Þau bjuggu um hríð á Skjögrastöðum í
Skógum, en fóru vestur um haf 1904. Dóttir þeirra hét Guðný Signý Álf-
heiðurf. 1899.
Böm Einars og Unu gætu hafa verið fleiri, þar sem svo langt er á milli
bamanna, en þau hafa þá máske dáið kornung.
Guðrún Einarsdóttir, Óskoti Mosfellssveit
Öll börnin ólust upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára nema Guð-
rún dóttir þeirra, en hún var strax á öðru ári tekin í fóstur af föðurbróður
sínum, Bárði Ólafssyni f. 1822, en hann bjó þá í Nýjabæ í Meðallandi á-