Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 157
MÚLAÞING
155
verið eitthvað annað sem hélt í hana, því að hún yfirgaf ekki ættland sitt
og ekki heldur Austurland upp frá þessu. 1902 var hún vinnukona á
Skeggjastöðum á Jökuldal, og síðar fór hún upp í Hrafnkelsdal og var
vinnukona á Aðalbóli.
1912 kom hún austan úr Fellum og gerðist vinnukona á Hákonarstöð-
um á Jökuldal. Mun hún þá hafa kynnst hinum frjósömu heiðalöndum
sem tilheyrðu Hákonarstöðum. Hún var nú komin um fimmtugt, og er
ekki ólíklegt að hún hafi verið farin að lýjast á löngum gangi vinnukon-
unnar. Undanfarin ár hafði hún verið víða á Dalnum, og oft mun hún
ekki hafa verið meira en árið í stað, og hefi ég heyrt að það muni hafa
verið vegna þess að hún var sjálf ófús til að ráða sig til lengri tíma en
ársins. Hún hafði orð á sér fyrir dugnað, var með afbrigðum dugleg
rakstrarkona, svo að bændur vildu mjög gjaman hafa hana í vistum. Má
vera að henni hafi tekist að fá sæmilega borgun fyrir vinnu sína, og þess
vegna hafi hún ekkert verið að kappkosta að vera lengi á sama bæ.
Einnig kom það fyrir að henni samdi ekki alltaf við Jökuldalsbændur, og
gætti hún þess vel að standa fast á rétti sínum jafnvel þótt það kostaði
illindi og átök. Urðu jafnvel handalögmál eitt sinn er henni fannst sér
vera misboðið, og hygg ég að sá bóndi muni ekki hafa flegið feitan gölt
af átökunum við hana.
A þessum árurn mun Anna hafa lagt fyrir dálítið af peningum, sem
síðar komu í góðar þarfir þegar hún keypti Veturhús.
Og árin liðu
Bjarni Þorgrímsson hét maður, fæddur að Miðfjarðarnesi í Skeggja-
staðasókn á Strönd hinn 12/10 1877.
Faðir hans var Þorgrímur Bjamason, Þingeyingur að ætt, en móðir
hans var Aðalbjörg Halldórsdóttir, og mun hún hafa verið af austfirskum
ættum. Þau bjuggu í Gunnólfsvík frá 1880 til 1887, en þá fluttist fjöl-
skyldan norður í land á heimaslóðir Þorgríms.
Bjarni missti móður sína ungur, en hún lést 1888, og eftir það ólst
hann upp á ýmsum bæjum í Aðaldal. Hann var fermdur frá Grenjaðar-
stað 1892, og laust eftir aldamótin fór hann vinnumaður austur á Langa-
nes og hafnaði hjá séra Amljóti á Sauðanesi. Eftir það fór hann upp á
Hólsfjöll og var þar í nokkur ár, og kominn er hann að Brunahvammi
1913, sagður hafa jörðina á leigu. Þar bjó hann einbúi, að ég best veit, til
1917, en eftir það var hann vinnumaður í Möðrudal. Var hann þar sam-
tíða Páli Vigfússyni síðar bónda á Grund og Aðalbóli. Þeir munu báðir
hafa rennt hýru auga til heimasætunnar, Maríu Stefánsdóttur, og hafði