Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 163
MÚLAÞING
161
Ámasonar, giftist 1554 væntanlega a.m.k. tvítugur og því fæddur ekki
síðar en 1534 og Árni Kollgrímsson þá á lífi, en yfirleitt voru böm ekki
látin heita í höfuðið á lifandi fólki.
Þegar litið er til eignarhalds sr. Einars á Hafursá sem hann gaf Áma
syni sínum þegar hann giftist og þess hversu tengdir þeir frændur voru
Hallormsstað, þá þykir mér líklegt að faðir sr. Einars hafi búið á Haf-
ursá.
Þegar öll rök eru dregin saman þá þykir mér nær fullvíst að Árni Koll-
grímsson hafi verið faðir sr. Einars Ámasonar í Vallanesi og Árni sonur
sr. Kollgríms Koðránssonar.
Sr. Kollgrímur Koðránsson
Sr. Kollgrímur Koðránsson kemur fyrst við skjöl 28. júní 1492 og er
þá í Skálholti15 Hann er í fylgdarliði Stefáns biskups næstu árin og er
þau ár líklega prestur í Skálholti. 27. júní 150016 er sr. Kollgrímur kom-
inn á Austurland og er þá orðinn officialis á Austurlandi.
Þrátt fyrir mikið mannfall í “plágunni síðari”, þá er ótrúlegt að sr.
Kollgrímur sé innan við fertugt þegar hér er komið, líklegra að hann sé
kominn á fimmtugsaldur og fæddur laust fyrir 1460. Sr. Kollgrímur var
síðar prestur á Valþjófsstöðum í Fljótsdal, í Vallanesi og síðast ábóti í
Þykkvabæ. Hann kemur síðast við skjöl 1526.17
Nafn sr. Kollgríms Koðránssonar er nær einstætt frá þessum tíma. Af
þeirri ástæðu er ekki fráleitt að telja syni hans auk Áma sr. Höskuld
Kollgrímsson18 prest á Olafsvöllum og Eyjólf Kollgrímsson sem var
sveinn Gissurar biskups Einarssonar.19 Um dauða Eyjólfs varð nokkurt
málaþras, en nokkrum árum eftir dauða hans kom upp sá kvittur að Páll
Vigfússon, sem síðar varð lögmaður, en var samtíða Eyjólfi sem sveinn
Gissurar biskups, hefði fyrir óaðgæslu orðið Eyjólfi að bana. Dómur um
þetta gekk í Bakkárholti 1563.20
Ekki eru nein afgerandi rök fyrir uppruna sr. Kollgríms Koðránssonar,
en þó tel ég nær óyggjandi að faðir hans hafi verið Koðrán Jónsson
bóndi á Eyvindará á Héraði og í Berufirði á síðari hluta 15. aldar.
Koðrán Jónsson
Koðrán Jónsson kemur fyrst við skjöl 21. júní 146521 á Ketilsstöðum á
Völlum, þegar Jón Narfason, ráðsmaður Margrétar Vigfúsdóttur á Ket-
ilsstöðum, afhendir Bjama Marteinssyni (Hákarla-Bjama) heimanmund