Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 164
162
MULAÞING
Ragnhildar Þorvarðardóttur og Margrétar. Síðar kemur Koðrán
nokkrum sinnum við bréf síðast 11. febrúar 1506 á Glúmsstöðum í
Fljótsdal.22 Koðrán gæti verið fæddur 1430-35 og hefði því orðið sjö-
tugur.
í bréfi gerðu á Skriðu í Fljótsdal 5. júní 150023 gefur Koðrán “Hálft
hundrað í Anastöðum Utmannasveit í Hjaltastaðaþinghá guði almáttug-
um, jungfrú Maríu og klaustrinu á Skriðu í Fljótsdal”, ennfremur segir,
“svo og heyrði ég lýsing sr. Sveins heitins Jónssonar sem guð hans sál
náði, að hann gaf hálft sjöunda hundrað upp í greinda jörð Anastaði
fyrmefndu klaustri á Skriðu.”
Þetta bréf vekur grun um skyldleika á milli þeirra Koðráns og sr.
Sveins, og ekki er ólíklegt að þeir hafi verið bræður. I máldaga Eyvind-
arár sem talinn er í Isl. fombréfas. frá dögum Stefáns biskups í Skál-
holti, en gæti að stofni til verið eldri24 segir: “Hálf kirkja sancte Thome
archiepiscopi á Eyvindará eignast Xc í heimalandi og V kúgildi. Item V
hundruð í porcionem upp á XXX vetra meðan Koðrán bóndi Jónsson
hefur haldið.”
í máldaga Berufjarðarkirkju sem talinn er til áranna 1491-1518 seg-
ir:25 “Item lagði sera Stulli til kirkivnnar nýtt altarisklæði oc textaspjald.
Porcio ecclesie næstv V ár síðan Olafur hielt halfur atiandi eyrer: er
stendur til reiknings vmm iiii ár meðan Jón Stullvson bio: sem reiknað
var: vtan þui minna: ef hann hefur bætt kirkvna. Item so orðið var oma-
mentum kirkiunnar í Bervfirðe þa Steingrímur ísleifsson tok við: enn
Koðran Jonsson afhentte.”
í annarri uppskrift af Berufjarðarmáldaga25 kemur fram að séra Sveinn
gefur kirkjunni í Berufirði 4. hundr. í jörðinni Skála, hér er vafalaust um
sr. Svein Jónsson í Heydölum að ræða og frekari vísbending um að
Sveinn og Koðrán hafi verið bræður. Af þeim fáorðu heimildum, sem
tiltækar em um Koðrán Jónsson, má þó ráða að hann hefur verið í met-
um á Austurlandi og í stórbændatölu.
Búseta Koðráns á Eyvindará gæti verið vísbending um að sonarsonur
hans og þá sonur sr. Jóns Koðránssonar á Valþjófsstöðum í Fljótsdal26
hafi verið Bjöm sýslumaður á Eyvindará. Eg held þó að Bjöm hafi ver-
ið annarrar ættar.
Svo fátt er vitað um Koðrán Jónsson að óhugsandi er að fullyrða
nokkuð um uppruna hans, aðeins er hægt að benda á upptalningu á stað-
arhöldurum í Berufirði25 Koðrán Jónsson, Jón Stulluson og séra Stulla.
Greinin um Jón Stulluson og séra Stulla er svo gömul að hún er komin
inn í máldaga Vilchins um Berufjörð.27 Svo er að sjá sem Jón Stulluson