Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 165
MÚLAÞING
163
hafi tekið við Berufirði af Ólafi, líklega þeim sem seldi Bessastaði í
Fljótsdal 10. nóvember 1398.28 Þótt Jóns Stullasonar sé getið í Vilchins-
máldaga er það þó ekki trygging fyrir því að svo hafi verið upphaflega,
frumrit Vilchinsmáldaga er ekki til, þeir eru eingöngu til í afritum með
ýmiskonar viðbótum. Því er það ekki útilokað að Koðrán Jónsson hafi
verið sonur Jóns Stullusonar í Berufirði.
Sr. Sturla Ormsson var prestur á Valþjófsstöðum í Fljótsdal á síðari
hluta 14. aldar29 og hélt staðinn í 18 ár á undan sr. Guðmundi Þorsteins-
syni. Sr. Sturlu getur sem vottar í skjali frá 5. maí eða 15. september
1376311, og er hann þá staddur á Kirkjubæ í Tungu, einn vottanna heitir
Kollgrímur Steinmóðsson. Sr. Stulli í Berufirði gæti verið Sturla Orms-
son. Að hann hafi verið afi Koðráns Jónssonar er ekki ómögulegt, en þó
er nokkuð langt frá sr. Sturlu Ormssyni 1376, fæddur ca. 1350, til Koð-
ráns Jónssonar, fæddur ca. 1430. Nafn og föðumafn Sturlu Ormssonar
bendir á Orm Ormsson Svínfelling og Sturlu Sæmundarson. Að öðru
leyti er að svo stöddu engum getum hægt að leiða að ætt sr. Sturlu
Ormssonar.
Það sem hér hefur verið ritað um sr. Einar Amason í Vallanesi og ætt
hans byggist í verulegum mæli á tilgátum. Þetta verða þeir sem greinina
lesa að hafa í huga.
Heimildaskrá
1. fsl. fornbr. VIII b. bls. 747 Nr. 565
2. Ættir Austfirðinga bls. 583.
3. Múlaþing II b. bls. 94 “Frá höfuðbóli til hellisvistar”.
4. fsl. æviskrár A-E bls. 336.
5. ísl. fombr. XII b.bls. 711-12 Nr. 462.
6. Ættir Austfirðinga bls. 1113.
7. Ættir Austfirðinga bls. 1113.
8. fsl. fornbr. X b. bls. 592 Nr. 300.
9. fsl. fornbr. X b. bls. 694-95 nr. 485.
10. fsl. fornbr. XIII b. bls. 670 Nr. 509, XIV b. bls. 139-40 Nr. 120,
XV b. bls. 674-75.
11. fsl. fombr. X b. bls. 655 Nr. 360.
12. Múlaþing II b. bls. 91 “Frá höfuðbóli til hellisvistar”.
13. fsl. fornbr. X b. bls. 405-6 Nr. 160.
14. fsl. æviskrár J-N bls. 368.
15. ísl. fornbr. VII b. bls. 123 Nr. 195.
16. ísl. fornbr. VII b. bls. 491-92 Nr. 497.
17. ísl fornbr. IX b. bls. 368-70 Nr. 302.
18. ísl. æviskrár F-f bls. 384.
19. fsl. fornbr. X b. bls. 585-86 Nr. 290.