Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 169
MÚLAÞING
167
Vegurinn var varðaður, eflaust nokkuð snemma. Þeim vörðum var
haldið við fram yfir miðja 20. öld. Kristinn Arngrímsson í Bakkagerði
sá um það verk síðastur manna sem eg vissi um.
Jón Skúlason frá Gagnstöð varð úti 23. desember 1873 skammt utan
við Ketilsstaði. Hann var að koma af Hellisheiði. Sonur hans, Jón í
Firði, fæddist 25 dögum eftir lát föður síns.
Vegna þess hve Hellisheiði er stutt milli brúna hafa menn ekki orðið
úti á heiðinni á seinni öldum - nema Jón Skúlason. Það sem gerðist fyrir
1700 vita menn lítið um.
Múlinn
Bændur á ystu bæjum í Hlíð stunduðu eða létu stunda sjó út með
fjalli. Höfðu sjómenn uppsátur í Múlahöfn eða í vogum utar, en þegar
gott var sjólag, stillur eða aflandsvindur, gátu þeir landað í Keri. Kerið
var nothæf uppskipunarhöfn fyrir báta þegar gott var í sjóinn. Nú hefur
þessi höfn spillst af sandi. Við Múlahöfn, á Geldinganesjum og Múla-
töngum má enn sjá tóftir af verbúðum. Þær eru allar staðsettar þannig
að ekki geti fallið á þær snjóflóð.
Á Keri og úti á Nesjum eru leifar bátanausta. Þau eru það stór að rúm-
að gætu sex- eða áttæring. Árið 1703, þegar manntal er tekið, býr bóndi
á Múla með tveim ungum dætrum sínum.
Þarna hefur bóndi getað haft allt að 20 kindur og hefur lítið þurft að
heyja handa þeim, því að sjaldan tekur alveg fyrir jörð á Nesjum og
Múla. Þetta fólk hefur þó að mestu orðið að lifa á því sem sjórinn gaf.
Þegar fénaðarfellir hafði orðið, eins og algengt var á fyrri öldum, hefur
sjórinn orðið að bjarga. Þá hefur trúlega verið róið frá öllum þessum
fjórum verbúðum sem nefndar hafa verið. Sá galli fylgir verbúðunum út
með fjalli, að þegar ólendandi er á Keri verður ekki komist þaðan til
bæja nema með því að fara upp á fjall, inn það og svo niður sama veg
og af Hellisheiði.
Þetta er varla minna en fjögurra tíma gangur í góðu leiði og oft miklu
seinfamara. Á vetrum er leiðin oft hættuleg vegna hálku og snjóflóða.
Leiðin inn fjöllin liggur í meira en 400 metra hæð og óvíða hættulegra
að lenda í vondu veðri en þar. Ágæt lýsing á Múlafjöllum er í bók Guð-
mundar Jónssonar frá Húsey.
í þjóðsögum Sigfúsar (II. b. bls. 50) segir frá sjósókn Sigfúsar Páls-
sonar á Ketilsstöðum. Sigfús var tengdasonur Björns Sigurðssonar.