Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 172
170
MÚLAÞING
✓
A villugötum
Árið 1889 skrifar Sæbjöm á Hrafnkelsstöðum dagbók, gamli Bjöm í
Sleðbrjótsseli deyr, Páll Olafsson yrkir kvæði. Þess vegna veit eg að
Helgi Stefánsson frá Skjöldólfsstöðum verður úti á þessu ári. Þá er Sig-
urður Kristinsson líka búinn að lesa úr dagbók Sæbjarnar um það sem
gerðist fyrir hundrað árum.
27. nóvember 1889 lögðu þrír menn af stað austur Lambadal og ætl-
uðu austur á Hérað. Þetta voru Helgi Stefánsson og Þórarinn Þorkels-
son, frá Hallgeirsstöðum báðir, og Guðmundur Guðmundsson. Hann
var bróðir Ásgríms sem var faðir Halldórs alþingismanns Norð-Mýl-
inga.
Þeir félagar hrepptu óveður á fjallinu og villtust niður í Ásdal. Helgi
var illa búinn, hafði t.d. aðeins krókstaf, en þeir gagnast lítið í fjallaferð-
um. Hann varð líka fyrir því óhappi að blotna í fætur í Ásdalsánni. Þeir
komust þó niður dalinn þrátt fyrir fossa og klungur, sem eru í árgilinu,
og niður að Kaldá.
Þá var svartabylur. Fara þeir síðan út með ánni og hitta ekki Seljabæ-
ina, enda eru þeir kílómetra eða meira frá ánni.
Næst segir frá því að Þórarinn Þorkelsson þykist finna reykjarlykt og
biður hina að bíða við steina er þar vom á meðan hann leiti bæjar. Fer
hann á lyktina og finnur Hlíðarhús. Þar var verið að brenna kaffi. Snýr
hann nú við og ætlar að sækja félaga sína, en þá voru þeir famir. Fer
hann nú aftur í Hlíðarhús, fær þar góðar viðtökur og varð ekki meint af
hrakningi þessum.
Það er af Helga og Guðmundi að segja, að þeir breyttu um stefnu og
fóru nú inneftir. Þegar þeir komu á Kaldármela, sem eru 5 km innar, var
Helgi þrotinn að kröftum, lagstur niður og sagði Guðmundi að bjarga
sjálfum sér. Guðmundur hélt nú einn áfram og fann brátt Hálsendahús-
in, sem eru beitarhús frá Sleðbrjót. Þar fann smalinn á húsunum Guð-
mund og kom honum heim í Sleðbrjót. Þá bjó Jón Sleði alþingismaður
þar. Guðmundur var mjög þrekaður og skaðkalinn. Eiríkur í Hlíðarhús-
um sagði mér að það gamla húsráð hefði verið notað - að berhátta
vinnukonu og setja í rúm til Guðmundar til að koma lífi í hann. Geir á
Sleðbrjót vildi þó ekki sanna þá sögu er eg spurði hann. Guðmundur lá
lengi vetrar í kalsárum sínum, en náði heilsu og giftist vinnukonunni
sem hafði hjúkrað honum. Þau fluttu síðan til Ameríku.
Kannski sannar hjónabandið sögu Eiríks í Hlíðarhúsum.
Vinnukonan á Sleðbrjót var Mekkín Jónsdóttir frá Surtsstöðum. Hún