Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 174
172
MÚLAÞING
Auðvelt er að leggja upp á heiðina framar að vestanverðu og bæði
framar og utar að austan. Heiðin er grýtt og hörð undir hóf, en hallalítil.
Milli bæja, Hrappsstaða og Fossvalla, er vegalengd sem næst 35 km.
Þar af er heiðin sjálf um 20 km eða 5 tíma lestagangur. Ekki var áð á
heiðinni því þar eru litlir bithagar fyrir hesta. Heiðin er hærri en Hellis-
heiði og snjóar þar því fyrr á haustin, en úrkomumagn er verulega
minna en úti á Hellisheiði og veður vægari á vori og hausti.
Vegna þess hve heiðin er löng hafa fleiri orðið úti á leið yfir hana en
hinar heiðarnar. Smjörvatnsheiðarvegur liggur hæst í 700 m hæð. Hell-
isheiði er lítið yfir 500 m.
Ólafardalur heitir dalverpi utan vegar á móts við Steinku. Hann er í
fjögur til fimm hundruð metra hæð. Sagan segir að þar hafi Ólöf orðið
úti. Hún hefur verið á austurleið því Ólafardalur er utan vegar. Hættuleg
veðraskil eru um Kaldhöfða í norð-norðaustan veðrum. Þá breytist vind-
ur í austan þegar kemur fyrir höfðann á austurleið. Þar geta ókunnugir
auðveldlega tapað áttum. Síðan breytist vindstaðan aftur til fyrra horfs
þegar austur kemur.
Flestir þeirra sem úti urðu voru á austurleið og lentu jafnan út fyrir
veg. Það stafaði af því að bylurinn skall jafnan á úr norðri eða norð-
vestri. Skyggni er næstum ekkert í óveðrunum (1-4 m).
Menn tóku því stefnu eftir vindstöðu, en gættu þess ekki að eftir þrjá
til fjóra tíma hafði veðrið snúist á áttinni rangsælis. Vindurinn snýst í
vestan- og síðan í suðvestanstorm.
Þeir sem fylgja vindstefnu vita þetta ekki og lenda meira og meira af-
vega til vinstri - út fyrir veg á austurleið, en fram fyrir veg á norðurleið.
í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar VI. bindi bls. 117 segir frá Fúsa, sem
braust á móti norðanbyl af heiðinni. Hann hefur verið ratvís, því hann er
á réttri leið er hann hrapar í Brunnárgili.
Fúsi gafst þama upp og fannst helfrosinn standandi við stapa í gilinu.
Sá heitir síðan Fúsastapi. Fúsi hefur átt skammt í Hrappsstaði er slysið
varð, og átt hefur hann eitthvert þrek eftir fyrst hann kaus að deyja
standandi.
í fjallinu fram og upp af Hallgeirsstöðum er Ingunnarhlíð. Sú sögn
fylgir nafninu að þar hafi orðið úti kona sem hét þessu nafni. Nokkru
framar, utarlega í Hrafnabjargafjalli, eru Inguklettar. Þar varð úti konan
Inga var mér sagt þegar eg var í bemsku á Hrafnabjörgum. Líkur benda
til að þessar konur hafi verið að koma af Smjörvatnsheiði, farið hægar
en karlmenn og þess vegna orðið úti lengra utan við veginn heldur en
þeir sem frískari voru. Guðmundur Eiríksson bóndi á Hrafnabjörgum