Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 175
MULAÞING
173
fyrir og eftir síðustu aldamót fann í smalamennsku bein úr manni í Kví-
gildisgili um 3 km utan við veg yfir Smjörvatnsheiði. Hann ætlaði að
taka þau síðar og færa í vígða mold, en þegar hann leitaði þeirra fann
hann þau ekki. Eru því leifar þeirra þama ennþá.
Framarlega í Kvígildisgili er 20 m langur íshellir. Ain rennur eftir
honum og bræðir hann að innan og það sem inn fýkur, en að Múlanum
fennir og bætir ofan á hellisþakið. Hellirinn er nokkrir metrar á breidd
og hæð.
Lárus sonur Halldórs prófasts á Hofi verður árið 1878 prestur að Val-
þjófsstað. Með honum fer frá Hofi 14 ára vinnupiltur, Þorsteinn Þor-
steinsson að nafni. Þorsteinn er Þingeyingur, fæddur á Norður-Strönd-
um, en alinn upp á vegum systur sinnar á Vindfelli í Vopnafirði. Hann
hefur verið á Hofi, trúlega orðinn matvinnungur og fer nú með Lárusi í
Valþjófsstað.
Þorsteinn hefur verið bráðþroska, því þegar hann er 17 ára sendir Lár-
us hann erinda sinna norður í Hof um hávetur.
Þórarinn Ketilsson, síðar bóndi á Amarvatni, verður vitni að því þegar
Þorsteinn leggur af stað frá Valþjófsstað, að smalahundurinn vill ekki
fara með honum og Þorsteinn fer hundlaus.
Segir ekki af ferð Þorsteins norður. Hann hefur eflaust farið með bæj-
um í Fossvelli og yfir Smörvatnsheiði.
Þegar Þorsteinn fer til baka yfir heiðina brestur á bylur og hann verður
úti. Skráður er hann dáinn í kirkjubók Valþjófsstaðakirkju í febrúar
1882. Þorsteinn finnst ekki strax, og það verður til þjóðsaga. Hann kem-
ur í draumi til konu og segist hafa orðið úti í Kaldárgili, sem er í fjalla-
dal sem liggur í norðaustur suðaustan Smjörfjalla. En Þorsteinn lá ekki
norður í Kaldártungum.
I september 1883, nítján mánuðum eftir að Þorsteinn týndist, voru
Guðmundur Eiríksson á Hrafnabjörgum og Guðmundur Þorfinnsson,
síðar bóndi á Litla-Steinsvaði að smala kvíaám. Þá fundu þeir lík Þor-
steins. Það lá neðan í þúfubarði við Smalagrófarlæk í Hrafnabjargafjalli
nærri 5 km utan vegarins niður af Smjörvatnsheiði. Líkið virtist heillegt,
en þegar þeir hreyfðu við því féll það allt saman. Holdið var rotnað.
Hinn 23. september 1883 stendur skrifað í bók Kirkjubæjarkirkju:
“Jarðaður á Kirkjubæ Þorsteinn ...son unglingspiltur frá Valþjófsstað,
sem úti hafði orðið á Smjörvatnsheiði.” - “Varð úti á leið yfir
Smjörvatnsheiði,” skrifar Lárus á Valþjófsstað.
Undarlegt sambandsleysi er á milli Kirkjubæjarprests, Vopnfirðinga
og Valþjófsstaðaprests. Föðumafnið vantar á Kirkjubæ.