Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 180

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 180
178 MÚLAÞING Skömmu eftir 1800 á dögum Svarta-Halls á Sleðbrjót var á ferð út Hlíð Halldór Jónsson af Reykjahlíðarætt, þá bóndi á Hauksstöðum. Smali frá Sleðbrjót fann hann sama kvöld dáinn í Kaldá. Hesturinn var skammt frá utan árinnar með hnakknum. Höfuð Halldórs var aðeins að hálfu í vatni. Þetta var á túnaslætti. Þá er venjulega töluvert vatn í Kaldá vegna bráðnunar í Smjörfjöllum, en venjulega er hún vel fær því að vaðið er gott. Halldór var ölvaður og hefur líklega svimað í ánni vegna straums- ins, fallið af baki og rotast eða hálsbrotnað. Þjóðsagan vill kenna dauða hans nýlega látnum manni sem Halldór hafði átt í níðvísnastríði við. (S.S. V. h. bls. 79). I mörgum íslenskum annálum segir frá því að kona, sem heitir Sólrún, drukknar í Kaldá. Þetta gerðist á 17. öld. Hún hefur eflaust verið mekt- arkona, því að annars hefði dauða hennar ekki verið getið í annálum. Kaldá er til víðar en í Hlíð. Ekki er vitað um dauðsföll í þverám í Hlíð- inni nema í Kaldá. Árið 1857 varð úti vinnumaður frá Fossvöllum við fjárgæslu, segir í Annál 19. aldar. I kirkjubók er skráð að Jón Sigurðsson hafi orðið úti 22. janúar og kemur heim við tilgreindan dag í Annálnum. Árið 1876 stakkst Rustikus Snjólfsson á höfuðið í brunn í Sleðbrjóts- seli og drukknaði. Rustikus var giftur Guðríði systur Bjöms Jónssonar. Hann var vinnumaður hjá Bimi. Guðmundur Jónsson lýsir Rustikusi nákvæmlega í bók sinni bls. 38-40. Ennþá lifir í minni manna í Hlíðinni sögnin um það að stúlkubam villt- ist frá Surtsstöðum að sumarlagi og fannst dáið frammi á Laxárdal um haustið. Þá hefur stúlkan verið komin 15 km frá bæ á Surtsstöðum. Þetta mun hafa verið nálægt aldamótunum 1800. (Sjá Æ. Au. nr. 7850.) Þann 13. september 1927 drukknaði Sigurður Magnússon í mógröf rétt utan við túnið á Hrafnabjörgum. Sigurður var fæddur 17. júní 1925 og var því rúmlega tveggja ára þegar slysið varð. Sex böm á aldrinum tveggja til fjögurra ára voru að leika sér á grafarbakkanum þegar Sig- urður datt ofan í. Elsta systir mín, Jónína, hljóp heim til bæjar til að sækja hjálp, en hjálpin barst of seint. Guðmundur nuddlæknir var stadd- ur á Hrafnabjörgum þegar slysið varð, en tókst ekki að lífga drenginn. Þetta slys tók svo upp á allt heimilisfólk á Hrafnabjörgum að það var aldrei minnst á andlátið þegar eg var að alast þar upp nokkru síðar. Um atburðinn heyrði eg fyrst þegar eg nálgaðist tvítugt og þá á næstu bæjum. Fátt segir af einum, en að lokum er að geta manns er Bergvin hét og segir frá í Annál 19. aldar. Hann beið líklega ekki bana í Hlíðinni, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.