Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 180
178
MÚLAÞING
Skömmu eftir 1800 á dögum Svarta-Halls á Sleðbrjót var á ferð út
Hlíð Halldór Jónsson af Reykjahlíðarætt, þá bóndi á Hauksstöðum.
Smali frá Sleðbrjót fann hann sama kvöld dáinn í Kaldá. Hesturinn var
skammt frá utan árinnar með hnakknum. Höfuð Halldórs var aðeins að
hálfu í vatni.
Þetta var á túnaslætti. Þá er venjulega töluvert vatn í Kaldá vegna
bráðnunar í Smjörfjöllum, en venjulega er hún vel fær því að vaðið er
gott. Halldór var ölvaður og hefur líklega svimað í ánni vegna straums-
ins, fallið af baki og rotast eða hálsbrotnað. Þjóðsagan vill kenna dauða
hans nýlega látnum manni sem Halldór hafði átt í níðvísnastríði við.
(S.S. V. h. bls. 79).
I mörgum íslenskum annálum segir frá því að kona, sem heitir Sólrún,
drukknar í Kaldá. Þetta gerðist á 17. öld. Hún hefur eflaust verið mekt-
arkona, því að annars hefði dauða hennar ekki verið getið í annálum.
Kaldá er til víðar en í Hlíð. Ekki er vitað um dauðsföll í þverám í Hlíð-
inni nema í Kaldá.
Árið 1857 varð úti vinnumaður frá Fossvöllum við fjárgæslu, segir í
Annál 19. aldar. I kirkjubók er skráð að Jón Sigurðsson hafi orðið úti
22. janúar og kemur heim við tilgreindan dag í Annálnum.
Árið 1876 stakkst Rustikus Snjólfsson á höfuðið í brunn í Sleðbrjóts-
seli og drukknaði. Rustikus var giftur Guðríði systur Bjöms Jónssonar.
Hann var vinnumaður hjá Bimi.
Guðmundur Jónsson lýsir Rustikusi nákvæmlega í bók sinni bls. 38-40.
Ennþá lifir í minni manna í Hlíðinni sögnin um það að stúlkubam villt-
ist frá Surtsstöðum að sumarlagi og fannst dáið frammi á Laxárdal um
haustið. Þá hefur stúlkan verið komin 15 km frá bæ á Surtsstöðum.
Þetta mun hafa verið nálægt aldamótunum 1800. (Sjá Æ. Au. nr. 7850.)
Þann 13. september 1927 drukknaði Sigurður Magnússon í mógröf
rétt utan við túnið á Hrafnabjörgum. Sigurður var fæddur 17. júní 1925
og var því rúmlega tveggja ára þegar slysið varð. Sex böm á aldrinum
tveggja til fjögurra ára voru að leika sér á grafarbakkanum þegar Sig-
urður datt ofan í. Elsta systir mín, Jónína, hljóp heim til bæjar til að
sækja hjálp, en hjálpin barst of seint. Guðmundur nuddlæknir var stadd-
ur á Hrafnabjörgum þegar slysið varð, en tókst ekki að lífga drenginn.
Þetta slys tók svo upp á allt heimilisfólk á Hrafnabjörgum að það var
aldrei minnst á andlátið þegar eg var að alast þar upp nokkru síðar. Um
atburðinn heyrði eg fyrst þegar eg nálgaðist tvítugt og þá á næstu bæjum.
Fátt segir af einum, en að lokum er að geta manns er Bergvin hét og
segir frá í Annál 19. aldar. Hann beið líklega ekki bana í Hlíðinni, en