Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 183
MÚLAÞING
181
Til mun þó vera að persónur, sem ekki tengjast neinum ættum, séu
ekki nefndar í ritsafninu, þótt nöfn þeirra finnist í kirkjubókum. Koma
þær ekkert málinu við, þegar rætt er um vissar ættir. En því var sannar-
lega ekki til að dreifa með Kristínu Sveinsdóttur.
II. Móðurætt Kristínar Sveinsdóttur
Móðir hins “óegta” bams, Guðríður Vigfúsdóttir (10066), var fædd að
Kirkjubólsseli í Stöðvarfirði urn 1795 en þar bjuggu foreldrar hennar frá
því ári til ársins 1808. Þau hétu Vigfús (10065) Jónsson og Guðrún Er-
lendsdóttir, sem fædd var í Stöðvarfirði urn 1770 og var fósturdóttir sr.
Sveins (8957) prests Sigurðssonar í Stöð. Vigfús var líka Stöðfirðingur,
elstur fjögurra bama sinna foreldra, sem bjuggu í Hvalsnesi og víðar í
firðinum. Þau hétu Jón Jónsson og Kristín (10064) Bjarnadóttir. Geta
má þess að Vigfús (10067) bróðir Guðríðar bjó á Tókastöðum og Mið-
húsum í Eiðaþinghá.
Lítið virðist hægt að sjá um feril Guðríðar Vigfúsdóttur frá árinu 1808
uns hún kemur fram í prestsþjónustubók Assóknar í Fellurn árið 1827, er
hún flytur frá Götu að Heykollsstöðum í Tungu og er þar vinnukona
næsta ár. Vorið eftir flytur hún aftur að Götu og eru Sveinn Einarsson og
Vilborg Eiríksdóttir farin að búa þar. Elstu drengirnir þeirra fæddust árin
1828 og 1830. Líklega hefur Guðríður vikið frá Götu árið 1830 að
Hreiðarsstöðum í Fellum, vegna óleyfilegra ásta hennar og Sveins
bónda. Vilborg húsfreyja í Götu var af mjög vel gefnu fólki komin en
nokkuð þung fyrir og hefur ekki þolað bónda sínum neitt framhjáhald.
Niðurstaðan varð því sú að Guðríður vék í burtu og ekki verður annað
séð á yfirborðinu en að sáttir hafi tekist með þeim Götu-hjónum, því þau
eignuðust sjö börn eftir þetta. Sagt er að vísu að tíminn græði öll sár en
það er ekki alltaf rétt. En mörgum tekst að sætta sig við orðinn hlut og
láta tímann líða.
Guðríður mun hafa flutt vorið 1832 að Ormarsstöðum í Fellum og þá
flutti einnig þangað Jón Ólafsson vinnumaður frá Egilsstöðum á Völl-
um. Þau eru þar samtíða til vors 1838 að þau flytja að Másseli í Hlíð.
Smátt og smátt virðist hafa dregið til náinna kynna með Guðríði og Jóni
þrátt fyrir óhagstæðan aldursmun. Hún var meira en 10 árum eldri en
kynnin entust ævilangt.
Kristín dvaldi lengst á Ormarsstöðum í bemsku og verður því helst
kennd við þann stað.