Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 184
182
MÚLAÞING
III. Fjölskyldan í Götu í Fellum, föðurœtt
Kristínar og hálfsystkini
Faðir hins “óegta bams’' Sveinn Einarsson (3928) bjó allan sinn bú-
skap í Götu í Fellum og dó þar 12. nóv. 1870. Var fæddur 29. mars
1801. Sextán ára fluttist hann með foreldrum sínum að Skeggjastöðum í
Fellum og hófu þau fljótlega búskap í Götu, sem var hjáleiga Skeggja-
staða. Bjó faðir Sveins í Götu eftir það uns Sveinn giftist og hóf búskap
árið 1827. Einar (11257) var frá Þorvaldsstöðum neðri í Skriðdal og
einkabam foreldra sinna, Sigurðar (11256) Magnússonar og Bóthildar
(12913) Magnúsdóttur frá Dísastöðum í Breiðdal. Bróðir hennar var
Stefán Magnússon, sem Sandfellsætt er frá komin. Geta má þess að
nafnið Bóthildur varðveitist enn meðal afkomenda hennar á Borgarfirði
eystra og Seyðisfirði.
Móðir Sveins Einarssonar var Sigríður (3925) Einarsdóttir frá Gunn-
laugsstöðum á Völlum. Nafn hennar hefur varðveist meðal afkomenda,
þótt karlkynsmyndin, Sigurður, sé líklegast ein ráðandi nú. Alsystir
Sveins í Götu var Þórunn fyrri kona sr. Olafs Indriðasonar á Kolfreyju-
stað. Eitt af bömum þeirra var Páll skáld á Hallfreðarstöðum.
Kona Sveins í Götu var Vilborg (1674) Eiríksdóttir Eiríkssonar. Hann
var hreppstjóri í Fljótsdal og bjó þar á ýmsum bæjum, f. um 1775.
Einnig bjó hann nokkur ár á Eiríkshúsum á Jökuldal. Móðir Vilborgar
var Margrét (1671) Jónsdóttir frá Hákonarstöðum, f.um 1766. Eitt af
bömum Eiríks og Margrétar var Jámgerður móðir sr. Einars Jónssonar
ættfræðings.
Hér verða börn Vilborgar og Sveins í Götu talin upp í aldursröð:
Eiríkur, f. 1. september 1828, dó um tvítugt, hinn efnilegasti maður.
Sveinn, f. 18. maí 1830, dó 10. júlí 1833.
Einar (1696), f. 17. nóv. 1831, bjó fyrst í Götu, síðar á Setbergi, lést í
Fögruhlíð 19. nóv. 1902. Var nefndur Einar Fellatröll. Fyrri kona hans
var Anna Hildur Guðmundsdóttir og áttu þau sjö böm. Síðari kona hans
var Sigríður Guðbrandsdóttir og voru böm þeirra fjögur. Einar á marga
afkomendur hér á landi og í Ameríku. Einars nafnið er enn meðal
þeirra.
Sigríður (1675), f. 20. sept. 1833. Giftist Jóni Magnússyni (2082).
Bjuggu þau á Kleif í Fljótsdal. Börn þeirra voru sex og eiga marga af-
komendur.
Bóthildur (1687), f. 21. febrúar 1835. Maður hennar var Bjami Jóns-
son. Bjuggu þau fyrst í Tungu en fluttust til Borgarfjarðar. Áttu fimm