Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 185
MÚLAÞING
183
börn, sem eiga marga afkomendur. Sonarsonarsonardóttir Bóthildar ber
fullt nafn hennar.
Margrét (1705), f. 22. apríl 1837. Giftist Jónasi Guðmundssyni í
Teigaseli. Attu 2 dætur en ekki er getið um afkomendur þeirra. Margrét
dó 1868.
Þórunn (1706), f. 18. okt. 1839. Giftist Guðmundi Sveinssyni í Fjalls-
seli og á Fossvöllum. Attu sjö böm og dóu fjögur þeirra ung. Þórunn dó
1870. Maður hennar kvæntist aftur og fór til Ameríku með öll böm sín.
Sveinbjörg (1707) f. 28. mars 1842. Giftist Jóni Guðmundssyni frá
Hafrafelli. Þau bjuggu í Ekkjufellsseli og víðar. Attu 3 börn og eru af
komendur þeirra á Austfjörðum og í Reykjavík.
Þórdís, f. 14. apríl 1846. Dó sjö ára 29. desember 1853.
Ekki verður fullyrt, hvort systkinin frá Götu hafa nokkurt samband
haft við Kristínu hálfsystur sína. Hún var aðeins sjö ára, þegar þær
mæðgumar fluttust úr Miðfellum út í Hlíð. Eftir það dvaldist hún alla
ævi vestan Jökulsár á Dal. Eftir að hún kom til Vopnafjarðar hefur hún
vart haft samband við hálfsystkini sín. Þá voru samgöngur ekki neitt í
líkingu við það sem nú er.
í búferlaflutningum fjarlægðist hún stöðugt ættmenni sín á Miðhéraði.
IV. Jón Ólafsson og móðwœtt hans
Víkur nú sögunni að vinnumanninum, Jóni Olafssyni, sem fluttist frá
Egilsstöðum á Völlum að Ormarsstöðum í Fellum vorið 1832. í Ættum
Austfirðinga er faðir hans nefndur “Olafur nokkur” og ekki meira um
hann sagt. Jón var ættaður af Héraði í móðurkyn og fæddur í Vallanes-
sókn um 1810. Móðir hans var Eyvör (12795) Eiríksdóttir Magnússon-
ar, ein svonefndra Tandrastaðasystkina. Fjölskyldan var raunar úr
Skriðdal, þótt bömin séu kennd við Tandrastaði í Norðfirði, því Eiríkur
Magnússon bjó á Haugum og á Mýrum fram undir 1790. Fyrri kona Ei-
ríks hét Margrét Þorsteinsdóttir og var frá Mýrum. Attu þau nokkur
börn og var Eyvör þeirra á meðal. En árið 1816 býr Eiríkur á Tandra-
stöðum með síðari konu sinni, Þórunni Sigurðardóttur. Guðlaug dóttir
þeirra varð fyrri kona Sveins Jónssonar á Kirkjubóli í Norðfirði. Attu
þau tvær dætur og var önnur þeirra Katrín, sem giftist Olafi Guðmunds-
syni í Firði í Mjóafirði. Böm þeirra voru nefnd Fjarðarsystkinin og var
Sveinn Olafsson alþingismaður eitt þeirra.
Gaman er að skyggnast hér aðeins lengra í ættfræðinni en gert er í
öðrum köflum þessarar samantektar. Faðir Eiríks, Magnús (12792)