Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 189
MÚLAÞING
187
verið vissir um að hún færi fljótlega á fund Guðs. Hún dó vikugömul.
Vikatelpa, Oddný Andrésdóttir, var 15. manneskjan í bænum um ára-
mótin en fór næsta vor. Guðmundur, sonur Kristínar og Þórðar Þórðar-
sonar fæddist 3. júní 1855, var skírður heima 10 dögum síðar en skímin
staðfest í kirkju 19. ágúst. Og nú fæddust börnin á hverju ári. Næsta ár,
1856, fæddist fimmta bamið, drengurinn Þórður, sem skírður var viku
síðar en dó sex vikna gamall. I sóknarmannatali ársins em þau með
drengina þrjá: Jón sex ára, Kristin fjögra ára og Guðmund tveggja ára.
Arið 1857 fæddist dóttirin Guðríður EUsabet. Sóknarmannatal var
skráð 11. desember og þá eiga Þórður og Kristín áðumefnd fjögur börn
en í hinni fjölskyldunni voru bömin sjö, sum að verða uppkomin,
Benjamín þó 6 ára og Annþór 4 ára. Vom því yngstu systkini Þórðar
Þórðarsonar á sama reki og elstu böm hans. Sama fólk var í Bruna-
hvammi við manntal 1858, skráð í desember og fylgir það hér:
Þórður Guðmundsson bóndi 55 ára,
Anna Pétursdóttir kona hans 50 ára,
Þorbjörg Elísabet bam þeirra 22 ára,
Guðmundur II ii 20 ára,
Kristín Björg ii n 15 ára,
Lárus ti ti 14 ára,
Pétur • t II 11 ára,
Benjamín ii it 8 ára,
Annþór ii ii 6 ára,
Þórður Þórðarson bóndi ti 27 ára,
Kristín Sveinsdóttir kona hans 27 ára,
Jón bam þeirra 8 ára,
Kristinn ii " 6 ára,
Guðmundur II " 4 ára,
Guðríður Elísabet " " 1 árs.
VII. Búferli og barnamissir
Ekki getum við vitað neitt með vissu um þrár og vonir fólks á fyrri
tímum annað en það, sem sameiginlegt má telja á hverri tíð. Um hver
áramót og með hverju nýju bami vakna nýjar vonir og nú skulum við
athuga hvað árið 1859 bar í skauti sínu til handa fólkinu í Bmna-
hvammi.
Hinn 8. febrúar það ár fæddist drengur, er skírður var Þórður, annar