Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 190
188
MULAÞING
með því nafni. Hann dó 4. mars. Eru Þórður Þórðarson og Kristín
Sveinsdóttir þá búin að missa þrjú böm af sjö. En foreldrar Þórðar yngri
voru búin að missa fögur börn af tólf.
Og þetta vor yfirgefa þau öll Brunahvamm og flytjast að Fremra-Nýpi
í Vopnafirði. Manntal er skráð í desember og nafnalistinn er óbreyttur
frá því sem var ári fyrr í Brunahvammi. En þó eru þar hjón í hús-
mennsku með tvo unga drengi, svo að 19 manns eru til húsa á Fremra-
Nýpi.
Og á næsta áratug slær dauðinn svo sannarlega “allt hvað fyrir er”.
Hinn 13. janúar 1860 dó Þorbjörg Elísabet Þórðardóttir 23 ára og í að-
almanntalinu, sem gert var þetta ár er Jón, elsta bam Þórðar Þórðarsonar
og Kristínar Sveinsdóttur, horfinn og finnst ekki í skrá um látna. Finnst
hann hvergi eftir þetta og má teljast undarlegt því öll hans syst-kini og
föðursystkini eru á skrám.
Og árið 1861 varð ekki þrautalaust. Þann 29. nóvember dó telpan
Guðríður Elísabet og drengurinn Kristinn dó 2. desember. Ætla má að
bamaveikin, sá ógnar vágestur, hafi verið á ferðinni. Þó fæddist Þórði
og Kristínu dóttirin Anna 13. júlí um sumarið. Við manntal í desember
eiga þau tvö böm eftir lifandi af átta bömum, sem þeim höfðu fæðst.
Geta má nærri um þá raun og þreytu, sem þessi bamamissir hefur valdið
móðurinni. Ef til vill þess vegna flytja Þórður og Kristín að Hvamms-
gerði í Vopnafirði vorið 1862. En þau voru nýlega flutt þegar Annþór
yngsta bam Önnu Pétursdóttur og Þórðar Guðmundssonar lést hinn 14.
júní. En sex dögum síðar deyr fósturfaðir Kristínar, Jón Ólafsson, eftir
14 frumbýlingsár í Fögrukinn og þá flytur Guðríður Vigfúsdóttir til
dóttur sinnar og tengdasonar í Hvammsgerði og er “móðir konu” þar á
manntali um veturinn. Austurland, safn austfirskra frœða, bls. 193 í 1.
bindi segir að Guðríður hafi búið nokkur ár í Fögrukinn eftir lát manns
síns og haft sambýlismenn en það er rangt. Kristín og Guðríður nutu þó
ekki lengi samvistanna því gamla konan dó 5. janúar 1863. En dóttirin
Guðríður Jónína fæddist 16. ágúst um sumarið og í næsta manntali eiga
Þórður og Kristín þrjú börn á lífi, í þetta sinn tvær dætur og soninn
Guðmund.
Vorið 1864 flytja Þórður og Kristín aftur í tvíbýlið á Fremra-Nýpi. Er
áðumefnt fólk þar í næsta manntali og árið 1865 deyr telpan Anna hinn
21. desember, þriðja bamið, sem Þórður og Kristín missa rétt fyrir jól
og sjöunda bamið, sem þau misstu af níu. Árið 1866 gekk í garð og um
vorið kemur til þeirra vinnustúlka Kristín Þorsteinsdóttir frá Ljósalandi,
22 ára og er hjá þeim tvö ár en kemur aftur við sögu síðar. Engar breyt-