Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 191
MÚLAÞING
189
ingar urðu á fólkshaldi árið 1867 en 3. janúar 1868 fæddist Þórði og
Kristínu drengur, sem hlaut nafnið Þórður, hinn þriðji með því nafni.
Hann var síðasta bam þeirra.
Annars undrast maður tryggð eða ástfóstur í þessum fjölskyldum við
sérstök nöfn. Þórður Þórðarson hét eftir föður sínum; sjálfur eignaðist
hann þrjá drengi sem hlutu nafnið Þórður; tvær dætur hans hlutu Guð-
ríðamafnið; systir hans hét Anna Karólína og dóttir hans Anna eftir
móður hans Önnu Pétursdóttur; bróðir hans og sonur báru báðir nafnið
Guðmundur; tveir bræður hans hétu Benjamín; tvær systur hans hétu
Þóranna og bróðir Annþór - hafa foreldramir skeytt nöfn sín þannig
saman og auk þess vill svo til að systir hans hét Kristín eins og fyrri
kona hans og síðari líka. Þar að auki var svo Kristinn sonur Þórðar og
annar sonur Benjamíns yngra. Hann fæddist 5. okt. 1870 og dó á næsta
ári. Pétur Þórðarson hét eftir afa sínum á Hákonarstöðum.
Arið 1869 dó Pétur Þórðarson 22 ára og var þá vinnumaður á Ytra-
Nýpi. I manntali þess árs eru Þórður Guðmundsson og Anna Pétursdótt-
ir ásamt fjórum bömum sínum á Fremra-Nýpi: Guðmundi 31 árs, Krist-
ínu Björgu 27 ára, Lárusi 24 ára og Benjamín 18 ára. Þórður Þórðarson
og Kristín eru með þrjú börn: Guðmund 14 ára, Guðríði Jónínu 6 ára og
Þórð 1 árs. Auk þess er þar vinnukona Vilborg Jónsdóttir 28 ára, sú er
varð bamsmóðir Benjamíns. Virðist hafa verið vel liðað á Fremra-Nýpi
þessi árin.
Þann 4. júní 1870 lést Anna Pétursdóttir og nákvæmlega ári seinna
hinn 5. júní 1871 dó Lárus Þórðarson 26 ára. Var Þórður Guðmundsson
þá búinn að horfa á eftir átta af börnum sínum tólf ofan í gröfina, ásamt
konu sinni. Var þess og ekki langt að bíða að hann fylgdi sjálfur á eftir
þeim, því hann lést hinn 28. nóvember sama ár. Við manntalið í desem-
ber eru Guðmundur eldri Þórðarson og systkini hans Kristín Björg og
Benjamín á því búi. Árið 1872 eru þessar sömu fjölskyldur á Fremra-
Nýpi en auk þeirra eru þá talin þar hjón á 3. býli með fjögur böm. Voru
aðeins árið.
Og þann 22. júní 1873 lést Kristín Sveinsdóttir. Ætla má að saga
hennar sé glöggt dæmi um manneskju sem fátœkt, barneignir og síðast
heilsuleysi hafi fylgt uns yfir lauk og hún hvarf á eftir litlu bömunum
sjö. Eftir lifðu Þórður maður hennar og bömin þrjú: Guðmundur 17 ára,
Guðríður Jónína 9 ára og Þórður 5 ára. Vesturfaraskrá segir Benjamín
Þórðarson hafa farið til Ameríku á þessu ári en kirkjubók segir hann
burtvikinn til Kaupmannahafnar. Mun það réttara og er þetta ekki eina
villan í Vesturfaraskránni. Mun hafa farið til trésmíðanáms en hann var