Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 192
190
MÚLAÞING
snillingur í höndunum. Vilborg Jónsdóttir fór með honum til Danmerk-
ur. Þau komu aftur ári seinna, varð hann þá vinnumaður á Hauksstöðum
í Vopnafirði en hún var á Torfastöðum í sömu sveit með son þeirra, Sig-
urð Vilhelm. Síðar mun Benjamín hafa farið til Noregs en sonur hans
varð eftir á Vopnafirði og varð beykir þar. A manntalinu í desember er
komin bústýra til Þórðar. Hét hún Þórunn Jónsdóttir og var 8 ára sonur
hennar, Benjamín Arnason einnig þar og svo auðvitað böm Þórðar.
Guðmundur eldri og Kristín Björg búa áfram og hafa vinnumann.
Guðmundur Þórðarson (eldri) kvæntist Þórunni Jónsdóttur árið 1874.
Var hann 36 ára en hún tæplega fimmtug og aldursmunurinn því óhag-
stæður. Sonur hennar var hjá þeim en hún hafði verið gift áður. Hjá
þeim vom einnig unglingspiltur og Jónatan nokkur Þorgrímsson með
Arna son sinn. Kristín Björg var þá ráðskona hjá Þórði. Vinnupilturinn
fór vorið 1875 en dóttir Þórunnar, Sigríður Arnadóttir, tvítug að aldri,
kemur í staðinn. Kristín Björg er áfram hjá Þórði.
VIII. Ýmis teikn á lofti
Á áttunda áratug 19. aldar tóku að berast til Islands fregnir um
frjósöm akurlönd, sígræna skóga, veiðivötn og “beitilönd víð og frjó” í
Ameríku. Og að síðustu fréttist að sumarkoman þar væri svo reglubund-
in að segja mætti að sumarið sviki engan í tryggðum þar. Ameríkuferða-
agentar komu og gylltu allt upp fyrir fólki, töluðu um athafnafrelsi og
afkomuöryggi þeirra sem hefðu dirfsku og orku til framkvæmda. Vonir
kviknuðu um betra líf hjá ýmsum, sjálfum sér og afkomendunum til
handa, ekki síst hjá þeim sem virtust sundin lokuð í því þéttbýli, sem
orðið var víða til sveita. Þorpamyndun var ekki hafin að neinu marki.
Við ströndina kunnu menn lítt að nýta og geyma beitu til að tryggja ör-
yggi í öflun fiskjar. Það beið aldamótanna og þess að Norðmenn kenndu
íslendingum að veiða síld.
Tíð mun hafa verið góð í mars 1875, snjóa leysti af láglendi á Austur-
landi en hlýir vestan og suðvestan vindar léku í lofti. Að þessu sinni bar
páskana upp á 28. og 29. mars. Að morgni annars páskadags braust á-
kaft sprengigos upp úr Öskju í Dyngjufjöllum. Gosið mun hafa staðið
yfir nær 9 stundir eða frá því á fjórða tímanum og fram undir hádegi.
Létt gjóskan barst undan hlýrri suðvestan átt yfir Mið-Austurland. I
Jökuldalsheiði var jafnfallið gjóskulagið 4-7 þumlungar á þykkt, á Mið-
Héraði 2 þumlungar en á fjörðunum varð “askan” heldur minni og fín-
gerðari. Fíngerðasta dustið barst yfir hafið til Skandínavíu. Vopnafjörð-