Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 193
MÚLAÞING
191
ur og Hlíð sluppu við öskufallið, einnig ysti hluti Héraðs, svo og firðir
sunnan Berufjarðar. Ringulreið var í öskufallssveitunum fyrst eftir gos-
ið. A Efra-Dal og í Jökuldalsheiði fóru 18 bæir í eyði, en byggðust þó
flestir aftur á næstu árum. En fólkið kom ekki nærri allt aftur. Flestir
leituðu til Vopnafjarðar og settust að þar næsta vetur meðan menn voru
að átta sig.
Afleiðingar gossins virðast hafa orðið kólnandi veðurfar, tímabundinn
uppblástur og gróðureyðing. Afdrifaríkastar urðu þó Ameríkuferðimar.
I bókum Hofskirkju í Vopnafirði má á næstu árum sjá hverja opnuna
eftir aðra, þar sem fjölskyldumar eru sagðar flytjast til Vesturheims. Og
þær kirkjubækur eru ekki einar um slíkar upplýsingar. Þessi atvik draga
hala á eftir sér allt til þessa dags og mun svo verða um langa framtíð.
IX. Afstað burt í fjarlœgð
Víkjum nú enn um sinn að fólkinu á Fremra-Nýpi í Vopnafirði.
Árið 1876-1877 búa Guðmundur eldri Þórðarson og Þórunn Jónsdóttir
áfram og böm hennar eru hjá þeim. En Þórður Þórðarson kvæntist
Kristínu Þorsteinsdóttur, sem áður hefur verið nefnd. Hún var rúmlega
þrítug að aldri, þekkti þama vel til og hefur það verið heppilegt fyrir
Þórð og böm hans þrjú. Systir þeirra bræðra, Kristín Björg varð vinnu-
kona í sveitinni. Árið 1877 fæddist Sigurbjörg, dóttir Þórðar og Kristín-
ar. Hjá þeim var þá vinnukona Margrét Þorsteinsdóttir 41 árs. Sama
fólk er þá á hinu búinu. Heimilin virðast komin í jafnvægi og fastar
skorður eftir mörg dauðsföll á síðustu tveimur áratugum.
En árið 1878 hreif vesturferða-holskeflan með sér fólkið á Fremra-
Nýpi. Og nú ber kirkjubók og Vesturfaraskrá saman:
Með skipinu Queen frá Vopnafirði. Ákvörðunarstaður Quebeck:
Guðmundur Þórðarson
Þórunn Jónsdóttir
Sigríður Ámadóttir
Benjamín Árnason
Þórður Þórðarson
Kristín Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Þórðardóttir
Guðmundur Þórðarson
Guðríður Þórðardóttir
Þórður Þórðarson
Fremra-Nýpi 40 ára,
hans 51 árs,
hennar 22 ára,
" 12 ára,
Fremra-Nýpi 47 ára,
hans 32 ára,
þeirra á 1. ári,
bónda 21 árs,
" 14 ára,
tt 9 ára.
bóndi
kona
bam
tt
bóndi
kona
bam
bam