Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 195
PÉTUR SVEINSSON
Dálítið úr ættartölu og þáttur af
einum Austfirðingi
Þessi þáttur mun vera til í ýmsum uppskriftum víðs vegar. Þá gerð er hér birtist vélritaði
Heigi Hallgrímsson eftir handriti í Landsbókasafni (Lbs. 1721, 8vo), en við bjuggum hann
í félagi til prentunar. Stafsetning er dálítið afbrigðileg, þannig að hæpnar beygingar orða
eru látnar haldast og sömuleiðis viss stafsetningaratriði sem einkum benda til annars fram-
burðar en nú tíðkast. Þetta á þó ekki við fyrstupersónufomafnið eg og raunar fleira.
Um Pétur Sveinsson er grein í Glettingi 2. tbl. 1991 bls. 19. Hún er eftir Helga Hall-
grímsson og nefnist Nýfundin heimild um Lagaifljótsorminn. Aður hafa birst eftir Pétur
þættir í blöðum og tímaritum m.a. í Blöndu: Sagnir um nokkra austfirska bœndur (Blanda
IV, bls. 132) og í Sagnaþáttum Þjóðólfs: Frá séra Vigfúsi Ormssyni á Valþjófsstað (bls.
230). Fleira kynni að hafa verið birt eftir Pétur Sveinsson. -A.H.
Pétur, hans faðir Sveinn Pálsson, fæddur fyrir aldamót, giftist eitthvað
um 1819, Kristínu Torfadóttur, bjó tvö ár í Bessastaðagerði, flutti síðan
að Bessastöðum og bjó þar nálægt 40 árum. Hann var meðhjálpari og
forsöngvari í Valþjófsstaðakirkju um 30 ár, jarðaúttektarmaður, virð-
ingamaður á sterbúum, forlíkunarmaður, hreppstjóri 3 ár.
Sveinn og Kristín áttu 12 böm, sem dóu flest ung, utan fjögur sem að
urðu fullorðin. Eiríkur dó 20 ára, Pétur og Ragnhildur tvíburar, lifandi
enn 1887, fædd 1823, 6. september. Þorgerður giftist Gunnari Gunnars-
syni snikkara, dáin. Kristín kona Sveins var yfirsetukona, meðan aldur
og heilsa leyfði. Sálaðist rúmt sextug. Reiddi margt ungbamið heim til
sín og fóstraði viku, hálfan og heilan mánuð og nokkur alveg upp, enda
voru þau hjón mestu höfðingjar í öllum útlátum og sáust ekki fyrir með
neitt, og það fram yfir það sem efnin leyfðu, bjuggu allvel eftir því sem
gjörðist á þeim ámm, og var gestrisni þeirra við brugðið. Og yfir höfuð
voru þau sómahjón í sveit sinni.
Páll, faðir Sveins, var fæddur fyrir Stómbólu (seinni bóluna), giftist
Unu Sveinsdóttur af góðum ættum í Fljótsdal. Hún var yfirsetukona. Þau
hjón áttu 9 böm, hvör öll komust upp og giftust, utan ein stúlka dó ung.