Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 197
MÚLAÞING
195
Fljótsdalsheiði ófær með hesta fyrir krapablám, og fóru þau hjón gang-
andi austur yfir hana, og bar hann konu sína á handlegg sér víða yfir
blámar, sem voru í mitt læri og klyftir, og hafði hún verið stór kvenmað-
ur og þá vanfær, enda hafði hann sjálfur verið stór og sterkur maður, að
Kristín amma mín sagði mér. Önnur dóttir Péturs prests Amsted, hét
Kristín, giftist síra Jóni Guttormssyni presti að Hólmum í Reyðarfirði.
Pétur prestur Amsted var sonur Eiríks Eiríkssonar, bónda á Asmundar-
stöðum á Sléttu. Þeir þóttu miklir menn og fornir í skapi og harðgjörvir,
drápu mörg bjarndýr, mig minnir Espólín segi í Arbókum sínum nítján.
Eiríkur eldri var sonur Einars prests á Skinnastað, Nikulássonar. Einar
prestur var víst gáfumaður og fom í skapi, sem á þeim tímum var tíðska,
og hefi ég séð bók eftir hann, vel skrifaða, og var það mikil syrpa fræð-
andi í fomeskju.
Nikulás Þorsteinsson lögmaður varð tvígiftur og átti 23 böm með báð-
um konum sínum. Þorsteinn var Einarsson, Einar Finnbogason. Finn-
bogi var lögmaður, bjó á Múkaþverá, sjálfsagt mikill maður á sinni tíð.
Opt er hann á orði í Árbókum Espólíns og dæmdi margan dóm víðsveg-
ar um ísland. Finnbogi var sonur Jóns langs, hann féll í Grundarbardaga,
þegar Smiður gjörði þar aðförina uppá Helgu. Jón langur var Guttorms-
son, 19. liður frá Hrafnistumönnum. Finnbogi lögmaður var giftur Mál-
fríði, dóttur Ríka-Torfa og Akra-Kristínar. Þau áttu mörg börn, pilta og
stúlkur, sem giftust ríkum höfðingjum, víðsvegar út um landið, hvað allt
er upptalið í gömlum ættartölubálkum.
Þorsteinn bóndi á Melum, fæddur 1737. Jón faðir hans, bóndi á Há-
konarstöðum 1723 og 1730. Þorsteinn faðir hans býr á Kjólsstöðum á
Möðrudalsfjöllum 1703, á Eiríksstöðum 1723 og er gamall á Hákonar-
stöðum 1730.
Magnús faðir Þorsteins bjó á Eiríksstöðum, Þorsteinn faðir hans á Ei-
riksstöðum, sonur Sigurðar bónda á Brú, Magnússonar bónda á Brú, er
kallaður var Magni, Þorsteinssonar jökuls.
Þorsteinn bóndi á Kjólsstöðum átti 14 böm nafngreind: 1 Magnús á
Gili á Jökuldal, 2 Guðmundur, bjó á Bessastöðum í Fljótsdal, 3 Þorkell
heimski bjó á Eiríksstöðum, 4 Ragnhildur kona Guttorms á Brú, 5 Am-
dís kona á Amórsstöðum, 6 Guðrún kona á Hallgeirsstöðum, 7 Sigurður,
8 Þorsteinn, 9 Málfríður, 10 Jón á Hákonarstöðum faðir Þorsteins á Mel-
um í Fljótsdal.
*
Pétur er fæddur á Bessastöðum í Fljótsdal ásamt systur, Ragnhildi, 6.