Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 198
196
MULAÞING
september 1823. Faðir þeirra var Sveinn Pálsson, Þorsteinssonar, Magn-
ússonar, frá Þorsteini jökli, en móðir Kristín Torfadóttir, í beinan ætt-
legg frá Jóni Lang, sem féll í Grundarbardaga.
Pétur á Þorgerðarstöðum tók nafna sinn til fósturs, hann var föður-
bróðir hans, og kona hans, Sólrún Jónsdóttir. Hjá þeim var hann í 21 ár.
Þá hann var 10 ára fór hann að vera sumarsmali og eftir yfirheyrslu,
sumar- og vetrarsmali, og mátti heita að hann passaði allt fé fóstra síns 6
síðustu árin, fór í allar göngur og var fyrirliði gangnanna inná afréttum
og máttu menn optast liggja úti undir berum himni, því enginn var þá
kominn kofi á öræfum. Lá í grasaheiði viku á hvörju sumri og á tóu-
grenjum sem sveitarskytta þegar með þurfti.
Aunga fékk hann menntun, nema að læra bamaspumingamar. Þó var
honum komið fyrir í einn mánuð á Skriðuklaustri, hjá klausturhaldara
Bergvin Þorbergssyni, sem varð síðar prestur á Eiðum í Eiðaþinghá, til
að ná dálitlri undirstöðu í skrift og lesa dönsku.
Snemma langaði hann til að smíða, en fóstra hans var ekki um það,
sagði hann að hann skemmdi efni sín og varð hann að stelast til þess,
bæði með tré og jám og varð það fremur lítið ágengt, þar svo vóm engin
verkfærin.
Eg var sauðasmali í 5 ár á svokölluðu Dalshúsi. Þá þurfti nú stundum
að viða í eldinn, og var eg látinn höggva skóg og bera heim á bakinu.
Það þótti mér vont - hráan og blautan við - svo eg rændi mér spýtum
heima hjá fóstra mínum og smíðaði mér sleða á beitarhúsinu. Svo ók eg
á honum 2 hestburðum innan af dal, úteptir Keldánni, og eru þó margir
fossar í henni. Eg stakk sleðanum öðru hvoru megin við fossana, ofan-
fyrir, og varð hann ætíð ofaná, því hlassið var þyngra, en þegar heim
kom þótti fóstra mínum eg unnið hafa stórt og mikið, og þótti honum þá
vænt um sleðann og fékk eg aungvar skútur þó eg rændi spýtunum í
hann.
Þegar eg var á 18. ári fékk Jón Pálsson, föðurbróðir minn, mig að vera
við baðstofusmíði á Kleif með Guðbrandi snikkara, og þar heflaði eg og
sagaði, en snikkarinn vildi ekki lofa mér að horfa á sig þegar hann srníð-
aði gluggana, læsti sig inn í skemmu. Hann var hræddur að hann missti
forþénustu við það, ef eg lærði það. A því sama sumri smíðaði eg fyrstu
líkkistu. Svo fór eg að smíða sláttuljái og hestajám, stóla, kláfa og kimur
og svo framvegis, þegar tímar leyfðu frá fjárpössuninni.
Eg fór á sumrin inn á Snæfellseyjar í álftaslag, náði 8-10 til 12 með
öðrum manni og stundum hreindýri líka. Eg var opt staddur í háska
miklum í klettum og flugum, sem þar er nóg til af, en guð leiddi mig þó