Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 201
MÚLAÞING
199
fyrsta hlaða, sem sperrureist var í Fljótsdal. Svo fóru ýmsir að byggja
svoleiðis, því það var betra að tvennu lagi, trjáminna og ólekhættara.
Nú fékk eg að smíða það sem eg vildi, bæði járn og tré. Verkfærin
voru lítil, einkanlega til trésmíðis. Þá var Guðbrandur gamli snikkari
kominn að Skriðuklaustri, húsmaður og ráðamaður Jóns Þórarinssens
kandidat teologius. Nú fór eg fram að Skriðu til Guðbrandar og bað
hann um að smíða nú fyrir mig hefilbekk, en hann var þá orðinn svo ve-
sæll, að hann kvaðst ekki treysta sér til þess, og svo ekki mega sleppa
öðrum verkum, en sagði eg væri velkominn til sín með efnið, hann
skyldi segja mér fyrir, og það gjörði hann prýðilega og sagði mér margt
þar fyrir utan um smíðar, og hefði nú gjaman viljað kenna mér smíði
hefði hann verið orðinn maður til þess, og nú var af það sem áður skeði
á Kleif. Svo varð eg til að smíða utanum bein hans í jörðina.
Næsta ár var byggt stofuhús á Bessastöðum. Jón á Brekku reisti, en eg
og Sigurður, gamall beykir frá Eskjufirði, smíðuðum innan, og þá hrutu
nú vísur hjá kalli, og er þetta ein:
Báðir smíðuðu bekkjarfót,
beykirinn og hann Pétur.
Af því passaði ekki hót,
allt var klúðurs tetur.
Eg var það vor við skipsmíði og Sölvi á Víkingsstöðum með gamla
Jóni Landeying, í Brekkugerði. Stór feræringur (fera hríngur?), bar 18
tunnur, 4-6 menn, og það sama vor við smíði á Valþjófsstaðabaðstofu
með Eyjólfi timburmanni ásamt fleirum.
Þegar Jón Pálsson föðurbróðir minn var kominn að Skriðuklaustri,
þókti honum lélegar engjar sínar, og fékk mig til sín til ráðleggingar, og
kom okkur ásamt að reyna að setja stíflugarð í svokallaðan Krókakíl, og
það gjörðum við ásamt heimamönnum þar, en þar var ekki nema kalda-
versluvatn til, en þó varð þar svo stórt lón, sem gjörði hérumbil 80 hesta
engi, þar sem varla hafði verið borinn ljár í jörðu áður. Sama þegar hann
var kominn að Víðivallagerði, var eg hjá honum að yfirlíta hvar tiltæki-
legast væri að taka Keldána upp á nesið, sem og lukkaðist vel, og
brúkaði eg ekkert nema rétt augun til útsjónar. Enn þegar Jökulsá var
tekin uppá Langhúsaeyrina, þá mældum við Gunnar snikkari allt út með
vaturpassa, eptir hælum og streng og það lukkaðist vel.
Hallgrímur Eyjólfsson á Ormarsstöðum (Ormastöðum) fékk mig að