Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 202
200
MÚLAÞING
skoða, hvört ekki væri hægt að ná Þolleifaránni upp á Refsmýrar-
engjamar, og fram á Ormastaðaengjar, og sá eg strax að það var auðsókt
verk, með því að grafa skurð inn með allri hlíðinni út frá Refsmýri, hvað
hann svo framkvæmdi bráðlega, og brúkast hefur síðan og borið oft góð-
an ávöxt. Eg var þá að smíða með Jóni Landeying hús undir baðstofu-
lofti hjá Hallgrími Eyjólfssyni, síðar bónda og jarðeigenda Ketilsstaða á
Völlum.
Arið 1847 fór eg að gifta mig og gekk að eiga Ragnhildi Sigurðardóttir
bónda á Amhaldsstöðum í Fljótsdal, fósturdóttir foreldra minna, í föður-
ætt frá síra Grími Bessasyni, prests að Eiðum og víðar. Móðurætt hennar
frá Þorsteini jökli. Hún var kona þrifin og dugleg til allra verka utan
húss og innan, en faðir minn byggði mér 3 hundmð úr jörðinni Bessa-
stöðum, en lofaði mér helming síðar, sem þó varð aldrei, því ári síðar
tók hann Gunnar Gunnarsson snikkara og gifti honum yngri systur mína,
Þorgerði, og byggði þeim önnur 3 hundmð úr jörðinni, og svo varð bú-
skapurinn allra lélegur, eins og vill optast verða þar sem margbýlið er,
að hvörr ryður annan ofan.
Það sama sumar var eg norður á Jökuldal hjá Snorra Guðmundssyni.
Hann átti systur mína Ragnhildi, sem var tvíburi frá mér og fyrr getur.
Hann var þá að byggja sér nýlendubæ, Fossgerði, og var eg þar hálfan
mánuð, bæði í moldarverki og trésmíði.
Nú fór eg að læra algjörlega smíði hjá Gunnari sálaða og stóð við það í
tvo vetra, og sagði hann mig þá alfæran í því, sem hvöm annan lærðan
snikkara, en þó var útideyða fyrir honum að gefa mér sveinsbréf og ætl-
aði hann þó að gjöra það.
Svo fórum við að byggja á jörðinni, byggðum hvört einasta hús og
umbreyttum öllum bænum, færðum húsin saman og komum því öllu til
betri útsjónar en áður hafði verið, því okkur var vel samhent í því að
finna upp á öllu sem betur mátti fara. Ogsvo byggðum við öll utanbæjar-
hús og hlöður og stækkuðum allt úr því formi sem áður var. Tvo kál- og
kartöflugarða, annan 8 faðma í hvört hom, hinn 15 í hvört hom, á tvo
vegu úr eintómu grjóti, fengum um 15 tunnur af kartöflum úr honum,
þegar góð ár vóm. Við smíðuðum vagn með 4 hjólum, sem aka mátti
bæði grjóti og torfi og hafður hestur fyrir, og svo gekk hann víða um
sveitina, til félagsvinnu brúks og þótti þarfaþing í þá daga, því þá sást
ekki útlenskur vagn, og á hvörju ári stóðum við í vatnsstíflugörðum og
var allt unnið á heimilum í samvinnu um nökkur ár og allir gripir
fóðraðir saman, hvað aldrei hefði átt að vera.
Faðir okkar var ráðríkur og nokkuð gamaldagslegur, fastur við fomar