Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 204
202
MÚLAÞING
á hvörju einasta ári og fleira (?) af þeim um hásláttinn og fór opt í smiðj-
una á kvöldin, þegar aðrir gengu til náða, og meðfram hestajám.
A vetrinum smíðaði eg heima, stóla, skápa, hefilbekki, þá hefi eg
smíðað 12, vefstóla 16, líkkistur 164, nú þegar þetta er skrifað.
Faðir minn fór alla tíð í fyrstu fjallreið í Rana1, og var fyrirliði meðan
hann hafði heilsu og krapta til. Þá hann hætti því fór eg optar í fyrstu
gönguna, um nokkur ár sem fyrirliði. Eitt haust sem optar fórum við á
stað 10 saman í þykkvu lopti og drungalegu norðvestur á heiði, og varð
öllum raðað niður til göngunnar, hvörjum á sinn stað, en þegar allir vóru
skildir fór að drífa og mokaði niður hvílíkum kynstrum á stuttum tíma,
en þegar við komum innhjá Þórfelli2, hvessti á norðan og gerði glórulít-
inn byl. Eg sá strax að það var ekki hugsandi til að smala lengur, og það
annað að sumir mundu aldrei ná í göngukofann í Fjallaskarðinu3, og
einkum 5 drengir sem voru mér á vinstri hönd til suðurs, svo eg réði það
fljótlega af að ríða austur og ná þeim, ef lukkan leyfði, en hríðin var svo
svört að eg missti átt og varð að snúa aptur þaðan sem eg fór til að geta
áttað mig. Svo lagði eg af stað aptur í Drottins nafni og lukkaðist að ná
öllum drengjunum, en tveir menn vóru austastir, fullorðnir og ramkunn-
ugir, sem eg hélt endilega mundu klára sig í kofann, en mér varð ekki að
því, þeir lágu báðir úti um nóttina. Nú stríddi eg með strákana alla leið
norður á Þórfell, en næst mér að norðan til hægri handar var föðurbróðir
minn, Jón Pálsson frá Skriðuklaustri og einn maður fyrir norðan hann,
sem átti að fara beint inn með Eyvindaránni, sem var best að rata. Við
fundum Jón bróðir, en hann vissi ekki neitt um hinn manninn og við gát-
um svo ekki fundið hann og lá hann úti um nóttina. En við 7 stríddum í
kofann. Veðrið hélst alla nóttina og daginn eptir, þó fór ögn að rofa í
lopt eptir hádag. Tveir komu á hádegi enn sá þriðji á nóni til kofans, allir
óskemmdir, tveir grófu sig í fönn en einn var alltaf á flakki, og svona
gekk í það sinn og viku vórum við í fjallreiðinni, opt kaldir og hraktir.
Þrisvar byggði eg Ranakofa, meðan eg var í dalnum. Eg var vel kunn-
ugur í Fljótsdalsheiði, sem gjörðu mest grasaútilegur, sem eg hafði iðug-
lega, enda var mér það gagn. Eg fékk opt að fylgja yfir hana ferðamönn-
um í björtu og svörtu og fékk nokkra blindbylji á henni og hjálpaði
margri manneskju af henni. 15 ferðir fór eg yfir hana einn vetur, og sein
11 Rani er svæði að norðaustanverðu í Fljótsdalsheiði milli Hölknár og Eyvindarár,
afréttarland Fljótsdælinga, og nær niður að Jökulsá á Dal (Jöklu).
2) Þórfell er ekki langt upp af Þuríðarstöðum og Egilsstöðum f Norðurdal Fljótsdals.
3) Fjallaskarð er á milli Eyvindarfjalla.