Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 205
MÚLAÞING
203
ustu ferð um nætur í svarta þoku og ófærð, jafnaðarlega í sokkaband, en
blítt og gott veður þá eg var að sækja Gísla læknir Hjálmarsson til
sængurkonu. Eg hafði æfinlega kómpás og það hjálpaði. Heiðin er um
þingmannaleið frá Bessastöðum í Klaustursel, og eins og hafsjór á vetr-
in, slétt og snjóhvít og auðkennalítil.
Frá árunum 1860 til 70 smíðaði eg baðstofu á Víðivöllum syðri, hjá
Bergljótu Stefánsdóttur, en var þó búinn að smíða hana áður, fyrir svo-
sem 8 árum, en hún fúnaði niður fyrir fólksleysi og trassaskap. Þá smíð-
aði eg á Valþjófsstað, með Finnboga snikkara, stofuhús og bæjardyra-
hús, og líkaði hvörjum deginum betur samvinna með honum. Það voru 3
baðstofur í Fljótsdal, sem eg smíðaði ekkert í, en eitthvað í hinum öllum.
Sumstaðar setti eg upp vatnsmyllur og fleira.
Á árunum 1872-3 missti eg konu mína, eptir nýafstaðinn bamburð, og
vorum við saman eitthvað milli 20 til 30 ára. Við áttum 12 böm, af
hvörjum 6 dáin ung, en 6 eru á lífi öll nú fullorðin: Sveinbjörg Þorgerð-
ur, gift Þorsteini Jónssyni, nú bónda á Geithellrum. Móðir Þorsteins
Hildur Brynjólfsdóttir Rafkelssonar prests að Hofi í Álptafirði. Önnur
Kristín, gift Jóni Jónssyni frá Papey, þriðja Pálína Margrét ógift, fjórða
Sigurbjörg ógift, fimmti Jón ógiftur, sjötti Pétur Helgi ógiftur.
Búskapurinn var fremur erfiður, því ýms óhöpp steðjuðu að. Eg missti
5 hestana mína, hvörn úrvalda gripinn á fætur öðrum, úr pest sem þar
var tíð og orsakaðist af fóðurtegund sem þeir þoldu ekki, svokallaðri
liðaelting, sem þar var mikið af á eingjunum, einkanlega áður enn vatns-
veitingar komu, en minnkaði ósköp við þær. Þó gáfu nú höfðingjamir
mér einu sinni hestvirði og Jón föðurbróðir hest, og Þorsteinn sonur
hans og hans kona tóku af mér eitt bamið og fóstruðu upp fyrir ekkert,
Kristínu, ásamt mörgu fleiru sem Jón bróðir réttveik mér, því hann var
mér alla daga sem elskulegasti faðir.
Svo kom yfir fjárskaðahaust og missti eg þá nær helmíng af mínum
skepnum, 20 lömbin og 16 æmar, og það sem yfir tók að þar sást aldrei
hold nje hár af því neinu, það lá í lækjargilfarvegunum, en um vorið
þegar hlákurnar komu fór þvílík yfirdrifin ósköp í öll vötn að slíkt hafði
ekki skeð þá í manna minnum. Eg vakti þá heila viku yfir Bæjarlæknum,
að vama honum á túnið, því hann reif niður annan farveginn og fyllti
annan á víxl. Við vorum búnir að byggja 30 faðma af grjótgarði fyrir
utan túnið, og hann bylti honum öllum um, svo sem á hálfum klukku-
tíma, já og sást ekki einu sinni hvar hann hafði verið.
Lækurinn byrjaði með ósköpunum á hvítasunnukvöld, þegar fólk var
að koma frá kirkju, og stefndi að túninu, því það liggur slétt fyrir sunnan