Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 206
204
MULAÞING
við bæinn, og nú tókum við alla karlmenn úr kirkjufólkinu, bárum fyrir
lækinn borð og torf og allar hurðir frá útihúsum, og með því gátum við
hjálpað túninu í það sinn. Hann tók 9 álna háan stafn úr 50 hesta hey-
hlöðu sem stóð á lækjarbakkanum, fyrir utan hvað hann skemmdi mikið
af engjum, ætlaði með myllu sem eg átti, enn tókst þá ekki því eg gat
varnað því.
Þá var Bessastaðaáin ekki betri, fordjarfaði allt engi fyrir neðan kíl,
svo að til að mynda fengust 40 hestar af allri Breiðumýri í stað 100 og
meira sem þá vóru famir að koma af henni, tók tvær vatnsmyllur af
Melakvíslinni og braut marga garða fyrir okkur á ýmsum stöðum á nes-
inu. Svona þyngdi að okkur á ýmsar síður, og 10 ær missti eg annað
haust litlu síðar. I fyrra sinn léðu Fljótsdalsbændur mér nokkrar ær apt-
ur, og tóku sumir aptur eptir 1 ár enn sumir aldrei.
Hér er sleppt úr ævisögunni smákafla þar sem fjallað er um mann á neikvæðan
hátt, enda segir höfundur að oft megi satt kyrrt liggja.
Jájá, en sleppum þessu, kann sumum að þykja nóg komið, en þó er
margt og meira til, og sannur málshátturinn, að opt má satt kyrrt liggja.
Þegar allt var búið að selja fór eg alfarinn burt frá Bessastöðum og var
á einlægum flækingi hingað og þangað um sveitina, því enginn kvaddi
mig í vist, og þó átti eg að eiga heimili eptir góðum og gömlum sið ein-
hvörs staðar. Eg var þá að smíða ýmislegt hjá bændum, baðstofu á
Hrafnkelsstöðum, hjá Sæbimi. Hann byggði þá mestan bæinn, hús undir
lofti, hjá Eyjólfi í Hamborg og smíðaði vefstól, vatnsmyllu á Sturluflöt
hjá Halla og margt fleira, til að mynda líkkistur.
Ár 1874 fór eg út í Fell að Ekkjufelli og smíðaði baðstofu hjá Bimi
bónda Sæmundssyni, og sama sumar norður á Jökuldalsheiði og smíðaði
baðstofu hjá Einari Bessasyni, og um haustið aptur að Ekkjufelli og var
við fátt það eptir var heyjatíma, en með vetrinum tók eg að smíða bað-
stofuna og margt fleira, og mátti heita eg væri þar ársmaður, og líkaði
þar hvörjum deginum betur, því þau hjón reyndust mér ágæta vel í allan
máta, og hann sá maður sem borgaði mér manna best handarvik mín.
Þá fór eg ofan á Seyðisfjörð nálægt vetumóttum ásamt öðrum kaup-
staðarmönnum, og var illviðrabálkur mesti og kominn mikill snjór á
fjöll. Eg lagði seint upp úr Seyðisfirði í snjóbleytuveðri, var á útdrepn-
um húðarklár, og þegar kom upp fyrir Stafi glórulítis veður og ófærð
milli hnés og kviðar. Komst eg með illan leik á urðina norðan við Kötlu-
hraunið, þá komin svartanótt og klárinn uppgefinn svo eg kom honum