Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 208
206
MÚLAÞING
hafi hann heyrt eitthvört skvamp og skelli þar niður í Fljótinu, enn vegna
myrkurs sá hann ekki neitt.
Eg skrifa þessa frásögn vegna þess eg hefi hvörgi séð hana ritaða í
blöð, en fyrri viðburðir hafa þó verið ritaðir í Arbókum Espólíns, og svo
gengu margar sögur ósannar um þessa sýn, eins og vandi er til í heimin-
um, og sumir halda það lygar einar. Sumir sögðu það hefðu verið jakar
sem að sporðrisu í Fljótinu. Eg sá þá líka um daginn, en það gekk allt
eðlilega til með þá, en hin sjónin var mér óvanaleg.
Oddur Jónsson bóndi á Hreiðarstöðum var of vandaður maður í sér til
að skrökva því upp og börn hans og heimafólk. Hann og kona hans
höfðu annars orðið vör við svipað áður, heyrt eitthvört skvamp og ólæti í
Fljótinu, en það var seint á sumri í næturdimmu.
Mér varð ferðin til lítillar gleði upp í dalinn. Fékk enga forþénustu, en
tveir systrasynir mínir, ungir og efnilegir menn, voru að berjast við
dauðann, Sveinn Gunnarsson og Gunnlaugur Snorrason, og slokknuðu
nokkrum dögum síðar. Hélt eg svo út í Ekkjufell aptur.
Svo lenti eg um vorið suður á Djúpavog og að Búlandsnesi. Þá bað
Bjöm gamli bóndi mig að vera við baðstofusmíði hjá sér, sem eg svo
gjörði, og var þar í 5 vikur ásamt Jóni Magnússyni snikkara. Bjöm vildi
hafa mig fyrir ársmann, en eg kunni þar ekki við mig, það var fremur ó-
regluheimili. Þaðan hélt eg til Fljótsdals aptur um haustið og smíðaði á
ýmsum stöðum það sem þá kom fyrir og flæktist þar manna á millum
um veturinn.
Um vorið 1877 fór eg að Vaði, til ekkjunnar Önnu Guðmundsdóttur
og sonar hennar, Bjöms Ivarssonar og var þar ársmaður, smíðaði þrjú
hús, baðstofu, bæjardyr, eldahús, en um haustið var eg í hálfan mánuð
hjá Jóni föðurbróður að laga og breyta í baðstofu hans. Fór svo í Vað
aptur á útmánuðum, vóf eg voðir þar fyrir heimilið og líkaði þar ágæta
vel að öllu. Þau mæðgin (megðin) vom mér sem bestu foreldrar og allt
fólkið.
Vorið 1878 fór eg til Jóns í Brekkugerði, sem þá flutti sig þangað apt-
ur frá Bessastöðum, og var hjá þeim ársmaður og líkaði prýðilega að
öllu. Smíðaði dyrahús með timburvegg og sitthvað sem fyrir kom, tré og
jám. Um vorið 1879 bað Sæbjöm mig á Hrafnkelsstöðum að smíða hjá
sér stofuhús, og setti eg á við hann að mega eiga þar heimili um árs
tíma, sem hann lofaði, en vildi ekki kannast við síðar, heldur en sumt
hvað annað, sem heimurinn hefur viljað hafa fyrir sannleika. Eg smíðaði
hjá honum stofuhúsið, og sama sumar lagaði eg í baðstofu hjá Jóni Ein-
arssyni bónda á Víðivöllum, sem altént reyndist mér greiðvikinn, rétt-