Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 210
208
MÚLAÞING
góu ofanlega. Þá kemur Fljótsdals oddvitinn til mín að hefilbekknum,
snemma morguns og skipar mér burt af heimilinu með ýmsum óþægi-
legum orðum, kveður mig orðinn frískan og færan að innvinna mér fæði
annarsstaðar. Eg spurði hann að hvört eg ætti að fara, og svaraði hann
því að sér væri sama hvört á land eg færi, og með það rólaði eg burt,
með mörgum hvíldum út að Geitagerði, og mátti taka undir með Krist-
jáni skáldi og segja:
Á mér var engin mannleg mynd
hjá austanverum slyngum.
Eg var eins og kláðakind
í klóm á Húnvetningum.0
Með aungvan eyrir fór eg frá honum og ekkert þakklæti fyrir handar-
vik mín, og nrun hann hafa fært það í sveitarreikningana, hvað eg efa
ekki. Hann gjörði nú að sönnu góðverk síðar, að taka dótturbam mitt, en
einhvör sagði að gjört væri til að borga guði eitt túmark upp í skuld sína.
Sigríður ekkja Magnúsdóttir í Geitagerði var búin að biðja mig að
smíða hjá sér baðstofu á næstkomandi sumri og settist eg þar að og bað
hana að lofa mér að kalla þar heimili mitt um árstíma, hvað hún gjörði
og enti heiðarlega með allt. Svo fór eg að smíða þar glugga til baðstof-
unnar, svo útí Fellnasókn að Staffelli og smíðaði þar 7 koffort handa
Ameríkufólki, í Bót smíða eg líkkistu, í Fjallssel til smíða, svo í Geita-
gerði, setti upp baðstofuna, svo í Hreiðarstaði, reisti baðstofu, þiljaði
uppi, setti rúm. Svo í Geitagerði um haustið að klára baðstofuna og á
ýmsum stöðum að smíða um vetrin.
Næsta vor þar eptir fór eg alveg í Fellin, smíðaði vorið, en sló hjá
bændum þar um sláttinn. Um haustið buðu hjónin mér á Hafrafelli að
fara til sín, Bjami Sveinsson og Anna Kristín kona hans, sem eg varð
feginn og þáði því það. Er leiðinlegt að vera á sífelldum flækingi manna
á milli, og eiga hvörgi höfði sínu að halla. Svo var eg hjá þeim hálft ann-
að ár. Svo fór eg að Krossi, til Eyjólfs bónda eitt ár, smíðaði þar bað-
stofu, svo í Hafrafell aptur, smíðaði dyrahús, með timburvegg og annar
maður með mér við sumt, búr eldahús og margt fleira.
Rétt er vísan svona:
A ævi minni er engin mynd
hjá austanvérum slyngum.
Eg er eins og kláðakind
í klóm á Húnvetningum.