Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 211
MÚLAÞING
209
Á næsta ári fór eg að hálfu að Bót til heiðurshjónanna Eiríks Einars-
sonar og Ingibjargar Einarsdóttur, sem vóru mér eins og ástríkir foreldr-
ar í öllum sínum útlátum, og smíðaði þar baðstofu. Svo var eg á Hafra-
felli, hjá þeim góðu hjónum, sem gjörðu ágæta vel við mig í allan máta.
Anna var mér eins og bömunum sínum og jafnvel betri. Eg var þar sum-
arsmali tvö síðustu sumurin og opt tíma og tíma á vetumar, og stundum
smíðaði eg hjá bændum þar í kring, ýmislegt sem fyrir kom og með
þurfti, því mig hefur alla daga langað til að hjálpa uppá náungann í öllu
því sem mér hefur verið mögulegt, og viljað vanda öll mín verk af
fremsta megni og gera alla hluti trúa og sterka til endingar, en þó haft
fegurðarsmekk góðan meðfram. Því guð gaf mér gott auga til útsjónar
og góðar hendur og liprar til brúks, hefðu efnin og aldarsiðurinn á ung-
dómsárunum getað fært nokkuð inn í höfuðið, en það varð allt minna en
með hefði þurft.
Eg var að sönnu mikið hneigður fyrir að lesa bækur, en það var
(að)eins lítið til af (þeim), en eg las allt sem eg gat mögulega náð í, sög-
ur, rímur, Klausturpósta, Fjelagsrit gömlu eptir Magnús Steffensen, sem
var margur ágætur póstur í til lærdóms, þeir sem vildu laga sig nokkuð
eptir því. Eg las Sturlungu, Árbækur, allar fslendingasögur og Noregs
konunga sögur, nálega allt nýtt og gamalt, sem eg hefi náð hendi til og
yfir komist, og fengi eg bók skemmtilega, sofnaði eg valla fyrr enn hún
var búin.
Eg hefi verið heldur þunglyndur og þurrsveitinn (?) og orðfár um dag-
ana, enda var mér ekki kennt það í uppfóstrinu, því það var þögult og
orðfátt heimilið. Eg lærði að éta tóbak, sem gjörði bölvuð tannpína, sem
kvaldi mig strax á 17. ári, og hafði þó enga náttúru til þess, baslaðist við
það í hálft ár og varð illt af, en svo fór að það mátti ekki missast. Eg
lærði að drekka brennivín með smiðunum, sem var siður í fyrri daga, að
brúka það jafnframt matnum, og sumir sögðu að mér hefði þótt vænt um
kvenfólkið, sem mörgum góðum mönnum hefur orðið, en ekki sér á. Eg
hefði gjaman viljað eiga 20 böm, eins og sumir forfeðumir, en það vildi
ekki skaparinn veita, því þó foreldramir geti ekki upp alið, þá gjörir guð
og góðir menn það. Jæja, læt þetta vera, það er nú allt á enda, eins og
einu mun gilda.
Að mér hlær nú auðgrund skær,
ei þó ber sé skallinn,
nú vill engin mjúkhent mær,
miðjan verma kallinn.