Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 213
MÚLAÞING
21 1
um og gefið mér ýms plögg, sem mig hefur vanhagað, glatt mig jafnan
þegar eg hef verið daufur og þeiandalegur, sem ekki fer batnandi eptir
því sem aldurinn og lífskraftamir þverra meir og meir, með hvörju árinu
sem guð lengir líf mitt. Og það er eg sannfærður um, að engin dóttir mín
getur gengið mér í hennar stað, þótt allan vilja höfðu, sem og rétt liggur
í hlutarins eðli, því þegar konan er gift og hefur að sjá um bónda og
böm, þá vill það ætla eg, koma fyrir hjá margri hvörri, að ekki athugist
umsjón um hvöm einstakan, og þeir sem gamlir og ellihmmir eru orðnir
með ýmsu móti, þurfa meira enn fæði og klæði. Þeir þurfa ýmsa hjúkrun
rétt eins og ungbömin, aðhlynningu og þjónustu. Og eg er einn í þeirra
tölu, hvað þjónustuna snertir, því eg lærði aldrei að þjóna mér sjálfur,
enda kemur það ekki fyrir uppá héruðum, því þar hefi eg þekkt marga
góða þjónustu- og pössunarstúlku, og enda heyrt á góðum heimilum,
húsbændur og húsmæður vanda verk sín í öllu því tilliti, sem ogsvo er
nauðsynlegt uppá hjúahaldið, því enginn almennilegur vinnumaður tollir
til langframa í þeirri vist sem trassasemi á sér stað í því falli, og það hefi
eg heyrt margan góðan búbónda tala, að hann vildi heldur láta sig vanta
karlmann til vinnu en kvenmann og er það hreinn sannleiki. Því þær
hafa margt atvikið á hendi, sem kallmenn hafa ekki. Eg held það sé ann-
ars siður hjer í ÁlptafjörðumI) að kallmenn basli mikið að þjónustu á sér
sjálfum, að vísu hefi eg séð það sumstaðar, enn það er ómynd á því eins
og mun eiga sér stað í æði mörgu í búskaparlegu tilliti hjá fólki hér yfir
höfuð, og virðist að vera fastheldið á fomar venjur, enn lítið vera eptir
því, að laga sig í nýrri stíl með marga hluti. Þeir halda margt hvað ó-
mögulegt og það batni ekki þótt breytt sé, en eg segi nei, að vísu ekkert
ef reynt er ekki, en mörgu mætti breyta til betra, nefnilega breyting á
allri byggingu, bæjarhúsum og útihúsum, og það er hræðilegt að sjá frá-
gang á baðstofunum, sumstaðar kafstrokan að utan stendur uppá bað-
stofustigana, ekki um að tala, rennur af hvörri spýtu. Þakið er tvö torf-
þök, hella á sumum utan á súðinni, sem dregur að sér kulda og bleytu,
sem því fylgir vanalega, og að öllum líkindum fúnar mestallur trjáviður
upp á 30 til 40 ára tímabili, sem fluttur er til bæja, og við þessu ættu
menn að leita allra ráða, því aldrei réttir við meðan svo tilgengur og
margt annað sem að gengur í ómynd og vankunnáttu, lítið um vatns-
myllur og má þó víst nokkuð víða koma þeim upp, enginn sleði til að
aka nokkru á að vetrarlagi, sem þó opt mætti líklega brúka til léttis
mönnum og hestum, enginn trérekuspaði, sem sparað getur slit á jám-
1 ’ Annar Álftafjörðurinn var Hamarsfjörður