Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 215
MÚLAÞING
213
En hvað er nú um allt þetta að tala, það er nú bráðlega á enda fyrir
mér, þessi veraldar mæða, kraptamir og fjör allt á þrotum, og get nú
uppá engan hjálpað til nokkurar gagnsemdar og langar upp í Héraðið
aptur, ef kostur gæfist til að blása þar út þessu vesældarlífi, sem aldrei
getur verið nema einhvör barátta fyrir manneskjunni, en þó er ekki um
það að (ræða), að eg sé að áklaga skaparann fyrir það, því hann sá það
að allir gátu ekki verið jafnir í heiminum, því einn varð að vera yfir og
annar undir. Það hefur svo alltaf tilgengið og verður meðan þessi heimur
stendur. Enn þykir mér að í þessum góða heimi, sem er það, að eg skuli
nú vera orðinn svo gamall (og) slitinn, að geta nú lítið fært til lags hjá
bændum í þessum nýja heimi sem eg er nú í kominn. Eg kalla það svo,
vegna þess að hér er svo margt öðruvísi en eg hefi vanist uppá Héruð-
um. Þó vona eg að það verði þó ofurlítið ennþá, lofi guð mér að lifa við
sömu heilsu, hún má heita fremur góð.
Þrír eru búnir að biðja mig að setja upp hjá sér vatnsmyllur í sumar
komandi, sem eg ætla að reyna að koma í verk, svo á líka að byggja bað-
stofur sumstaðar og verð eg kannské nálægur einhvörri. Eg er nú búinn
síðan í fyrravor, að eg kom hingað, að smíða í þremur baðstofum, eina
alveg einn, og svo hef eg smíðað 4 líkkistur utanum fullorðna. Og það er
eg viss um, að það sjást víða menjar af smíði mínu fram eptir næstkom-
andi öldinni, til að mynda matborð, stólar, skápar, vefstólar, komóður,
skatthol, því þessir hlutir verða opt gamlir, og það ímynda eg mér, að
það hafi nú ekki allir unnið meira mönnunum í þarfir, sem hafa fengið
laun úr Gjafasjóði Kristjáns konungs', heldur en það sem eg hefi unnið,
og er þó minnst af vinnu minni upptalið.
Eitt er þá ennþá eptir, sem eg vildi vekja máls á, sem er að hér í þess-
um Álptafjörðum, eftir því sem eg hefi næst komist, er held eg mesti
skortur á þeirri andlegu sálarfæðu, nefnilega guðsorðabókum. Eg held
að það sé ekki víða nema lítið eitt af gömlum rifrildum, allt í blöðum,
ekki lærdómsbók að kenna börnunum. Blessaður biskupinn ætti að
senda sínar góðu bækur, Postillu, Hugvekjur alla parta og Bænabók, á-
samt nýjustu Messusöngsbókinni, Bamalærdómsbók á Djúpavog og
setja þar bóksala, sem seldi bækumar á góðu verði, móti innskrift í vöru,
því lítið mun um peninga hjá fólki og margur fátækur, en fólkið þó yfir
höfuð guðrækið og heldur vel uppá húslestra, ef nokkur væri bókin nýti-
leg að lesa á guðs orð.
1 ’ Styrktarsjóður Kristjáns konungs níunda var gjafasjóður konungs með stjómarskránni
1874, og voru veitt úr honum verðlaun fyrir umbætur á jörðum. I S-Múl. var síðast mælt
með verðlaunum úr þessum sjóði árið 1903.