Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.10.1998, Qupperneq 74

Jökull - 01.10.1998, Qupperneq 74
fyrir komu þeirra. Daginn eftir sótti Skarphéðinn áburðarhesta og flutti leiðangursmenn og farangur þeirra til byggða.45'74, 1932 13/8 Geir Gígja og Pálmi Jósepsson gengu þá á Hvannadalshnúk frá Fagurhólsmýri og voru þeir aðeins fimm tíma á leiðinni. Af hnúknum fóru þeir sömu leið til baka. Tóku þeir myndir og sýnishom af bergtegundum.26 1933 1/7 Helgi Arason, Fagurhólsmýri, Flosi, Ari og Sigurður Bjömssynir, Kvískerjum, gengu yfir Breiðamerkurfjall að Mávabyggðum, í Esjufjöll og niður með Esjufjallarönd á Breiðamerkursand. I9'39- 1933 20/7 Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Lydia Pálsdóttir, Fríða og Ósvaldur Knudsen, Hilda Nelson og Emst Herrmann, gengu þann dag á Kverk- fjöll austari. Mun það vera í fyrsta sinn sem gengið er á hæsta tind fjallanna, Jörfa (1933 m).2896 1933 6/8 Þá gengu þeir Steinþór Sigurðsson og Pálmi Hannesson á Kverkfjöll austari við kverkina, síðan eftir austurbrúninni, á Jörfa og þaðan. Þaðan fóru þeir niður í Kverkina og með austurjaðri Kverk- jökulsins til baka.8L 1933 13/8 Þá var ensk kona Miss Smith að eftir- nafni ásamt tveimur fylgdarmönnum, Stefáni Filipp- ussyni og Kristjáni Zoéga á ferð vestur eftir Brúar- jökli. Miss Smith hafði komið til landsins fyrr um sumarið í þeim tilgangi að fara hring um Vatnajökul og hóf ferðina í Reykjavík þann 27. júlí. Höfðu þau farið yfir Breiðamerkurjökul í fylgd Björns Pálssonar bónda á Kvískerjum, síðan byggðir í Geithellnadal og þaðan á Eyjabakka. Þar fóru þau yfir samnefndan jökul og síðan af Maríutungum á Brúarjökul. Ámi Óla sem skrásetur ferðalagið segir síðan „Uppi á hájökl- inum var besta færi og hefði mátt skeiðríða. Héldu þau nú norður á bóginn og hugsuðu ekkert til þess að komast ofan af jöklinum fyr en þau væri komin fyrir Kringilsárrana. Höfðu þau fyrst stefnu á Kverkfjöll, en þegar þau þóttust komin nógu langt, snarbeygðu þau til austurs og hittu á upptök Kverkár.“ Þar lauk jökulferð þeirra.5 1934 31/3 Þann dag fór Hannes Jónsson, póstur og bóndi á Núpsstað í Fljótshverfi, það sem hann kallar „ómerkilegt göngutúrsbrot“ yfir Skeiðarárjökul frá Jökulfellinu vestur í Súlutinda. Skeiðarárhlaup var í hámarki, eldgos í Grímsvötnum og sandurinn því ófær. Hannes var í venjulegri póstferð og hafði rétt sloppið austur yfir sandinn að Skaftafelli áður en ófært varð. Eftir rúmlega viku bið réð hann að freista þess að fara Skeiðarárjökul til baka og fékk með sér þá Odd Magnússon og Jón Stefánsson úr Skaftafelli. Fylgdu þeir honum um tvo þriðju hluta leiðarinnar og famaðist vel en þó má ætla af frásögnum Hannesar og Odds að tæpt hafi staðið á stundum.34 87 1934 12/4 Þá em þau Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Jóhannes Áskelsson, Sveinn Einarsson, Lydia Pálsdóttir (eftir því sem best er vitað fyrsta konan sem fer dagleiðir á jökli), Eyjólfur Hannesson frá Núpsstað og Jón Jónsson frá Rauðabergi í fyrstu ferðinni sem farin var að jarðeldunum í Grímsvötnum. Guðmundur segist hafa verið „fullráðinn í því, að Islendingar yrðu fyrstir á vettvang“ og tókst það þrátt fyrir að hafa, eins og hann segir, legið í símanum í þrjá sólarhringa til þess að reyna að fá ferðafélaga, en án árangurs jafnvel þótt hann hafi boðist til þess að bera allan kostnað sjálfur. Þau fóru frá Núpsstað um Gæsabringur í Djúp- árbotna og tjölduðu inn undir Hágöngum. Daginn eftir lögðu þau á jökul og héldu norðaustur fyrir Geirvörtur en þar skildu Jón og Eyjólfur við hópinn og héldu af jökli. Guðmundur aftur á móti „skaust“ á Þórðarhymu til þess að skoða leiðina að gosstöðvunum. Segir hann frá því að sér hafi brugðið í brún þegar hann sá að Háabunga var öll þakin grárri ösku og vissi sem var að erfitt yrði að draga sleðann næstu daga. Á þessum slóðum tjölduðu þau. Morguninn eftir var haldið áfram en er norð-austur af Þórðarhymu var komið, versnaði færið til muna svo að þau skildu sleðann eftir og gengu laus um Háubungu að Vötnunum. Eftir að hafa dvalið þar um stund ætluðu þau að hlaða sér snjóhús því upp- haflega áætlunin gerði ráð fyrir næturgistingu við gos- stöðvamar en í austri dró upp óveðursský svo að væn- legra var talið að halda að sleðanum og tjalda þar. Þegar þau höfðu komið sér fyrir skall á þau stórviðri sem hélt þeim innilokuðum í þrjú dægur. Þegar því slotaði héldu þau af jökli sömu leið og upp var farið og að kvöldi 72 JOKULL, No. 45, 1998
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.