Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Qupperneq 33
Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Fólk Viðtal 33 þetta. Fréttaflutningur eða skortur á umfjöllun er gerður tortyggileg- ur þegar sannleikurinn er kannski bara sá að það var fámennt á vakt- inni og eitthvað náðist ekki með þess vegna. Traust almennings til fjölmiðla er lélegt og það er slæmt. Það er lítill skilningur á því hvað blaðamenn gera raunverulega mikið.“ Mikilvægt að þekkja „hashtag“-ið## Breki lagði stund á, samhliða fréttastjórninni, MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og hyggst klára það nám núna í vor. „Það er ótrúlega lærdómsríkt að vera yfir- maður. Það hefur gefið mér mjög mikið og ég held að minn áhugi liggi þar, að stjórna í stórum eða litlum hóp. Þess vegna tók ég ákvörðun um að mennta mig á því sviði. Þú menntar þig ekki bara í fjölmiðlum,“ segir Breki og vísar til óstöðugleikans sem umlykur fjöl- miðlamarkaðinn. Spurður hvort hann stofni ekki sinn eigin fjölmiðil útilokar hann það ekki og segist líta upp til nýju miðlanna, Kjarnans og Nútímans, í því samhengi. „Þessir miðlar eru reknir af fyrr- verandi samstarfsfélögum mín- um, mönnum sem hafa trú á ein- hverju og standa með því alla leið. Þeir hafa sýnt fram á að það er al- veg hægt, þó erfitt sé, að keppa við stóru risana. Það kom gaur, í vetur, í heimsókn, einhver sérfræðingur í „social media“ og tók út Vísi. Hann var hrifinn af samvinnu miðlanna og því öllu saman en sagði okkur góðum tíu árum á eftir. Íslensk- ir fjölmiðlar mega gjarnan hugsa þetta meira út frá þvi sem er að gerast i dag, þar skemmir til dæm- is ekki fyrir að vera með ritstjóra sem veit hvað „hashtag“ er.“ Helvíti gott bara Líkt og lesendum ætti að vera orðið kunnugt nú er Breki ekki mjög dramatískur yfir uppsögn sinni, þarna þar sem hann sýpur kaffi, í „Ron Burgundy“ rúllukrag- anum sínum, þetta kalda eftirmið- degi í vikunni. Það er ákveðin ró yfir honum og því kannski ekkert óeðlilegt að sú hugmynd sæki að mér að hann hafi haft gott af smá fríi, enda fjölskyldumaður með tvö ung börn. „Auðvitað er þetta æðislega fínt líka,“ segir Breki yfir vangaveltum mínum. „Ég er bara í því að sækja stelpunar í skólann og elda mat á hverjum degi. Var einmitt að elda lambborgara í gær, helvíti gott bara.“ Hann segist þó ekki ætla að festast í hlutverki heimavinnandi húsföður. „Ég er að skoða stöðu mína, það eru einhverjir búnir að hafa samband,“ segir Breki og gefur ekkert frekar uppi. „Ég er alveg til í að prófa eitthvað nýtt. Ég ætla alla- vega ekki að vera þekktur fyrir að vera gaurinn sem var einu sinni fréttastjórinn á Stöð 2. Það þýð- ir ekki að fara í fósturstellinguna,“ segir Breki að lokum og hlær. n „Það skemmir ekki fyrir að vera með ritstjóra sem veit hvað „hashtag“ er. „Mér hefur verið hótað, já. M y n d ir s ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.