Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 3
Ofangreind fyrirsögn var yfirskrift
alþjóða dags hjúkrunarfræðinga 12. maí
2006. Það ár vann Alþjóða heilbrigðis
málastofnunin undir slagorðinu Working
together for health. Stjórnvöld hvar
sem var í heiminum voru hvött til að
leggja aukna áherslu á stefnumótun í
heilbrigðiskerfinu, að veita nægu fjármagni
í heilbrigðis þjónustuna, að fjölga vel
menntuðum heilbrigðisstarfsmönnum, að
leggja áherslu á árangursríkt samstarf
heilbrigðisstétta, að vanda til vals
stjórnenda í heilbrigðisþjónustu til að
tryggja styrka forystu og síðast en ekki
síst lagði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
áherslu á mannauðsstjórnun.
Þetta sama ár unnu Alþjóðasamtök
hjúkrunar fræðinga undir kjörorðinu:
Human resources eða mannauður. Þar
var áherslan á að gera þyrfti áætlanir um
þörf fyrir mannafla í heilbrigðisþjónustunni,
tryggja nýliðun og festu í starfi, nýta
mannauð á sem bestan hátt hvað
varðar hæfni og afköst og tryggja rétta
samsetningu mannaflans.
Þó þessar áherslur séu sígildar voru
þær settar fram á tímum mikils skorts á
heilbrigðisstarfsfólki, hér á landi ekki hvað
síst meðal hjúkrunarfræðinga. Undanfarin
ár og jafnvel áratugi hefur samsetning
mannaflans í heilbrigðisþjónustunni (skill
mix) og ekki síður tilfærsla verkefna (task
shifting) milli einstakra starfshópa markast
af skorti á fjármagni eða mannafla.
Stjórnendur heilbrigðisstofnana hafa
reynt að minnka rekstrarkostnað með því
að fækka í hópi þeirra best menntuðu.
Þannig hafa verkefni oft og tíðum verið
færð milli starfshópa að því er virðist
án undangenginnar athugunar á því
hvort menntun þess hóps, sem tekur við
verkefninu, sé nægileg til að valda því og
til að tryggja öryggi sjúklinga.
Í byrjun marsmánaðar héldu Alþjóða
samtök lækna (WMA) málþing hér á
landi þar sem fjallað var um framtíð
heilbrigðisþjónustu, þörf fyrir mannafla
í heilbrigðisþjónustunni og um tilfærslu
verkefna milli starfshópa. Undirrituð
varð þeirrar ánægju aðnjótandi að
sitja málþingið. Meginniðurstaða
umfjöllunarinnar á málþinginu var að
mínu mati sú að við tilfærslu verkefna
milli heilbrigðisstétta ætti fyrst og fremst
að horfa til ávinnings sjúklinganna af
slíkri tilfærslu. Tilflutningur verkefna skuli
taka mið af menntun og færni einstakra
hópa heilbrigðisstarfsmanna en ekki vera
gerð á grundvelli peningasjónarmiða eða
manneklu. Ég tek heilshugar undir þetta
sjónarmið. Þá er einnig vert að vara við
skammtímahugsun eða staðarhugsun í
þessu sambandi. Breyting á samsetningu
mannaflans í heilbrigðisþjónustu, á þann
veg að minnka vægi þeirra best menntuðu
og færa verkefni til því samfara, sparar
hugsanlega til skemmri tíma litið en
fullyrða má að til lengri tíma litið og með
heildarhag í huga aukist kostnaðurinn við
heilbrigðisþjónustuna.
Fjöldi rannsókna virtra fræðimanna
hefur sýnt jákvæð áhrif nægrar
mönnunar hjúkrunarfræðinga á afdrif
skjólstæðinganna. Niðurstöður rann
sókna nna sýna svo ekki verður um villst
að næg mönnun og heppileg hlutföll
einstakra starfsstétta eykur öryggi
sjúklinga, dregur úr aukaverkunum
aðgerða og lækkar dánartíðni. Þannig
má fullyrða að næg mönnun hjúkrunar
fræðinga leiði til verulegrar hagræðingar
í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarfræðingar,
þekking þeirra, færni og fjöldi eru
grunnurinn að góðri og hagkvæmri
heilbrigðisþjónustu.
Og nú er lag. Þó erfitt sé að sjá já kvæðar
hliðar þess efnahagsástands sem
við Íslendingar glímum við er það þó
fagnaðar efni að nú er betur mannað
af hjúkrunar fræð ingum á heil brigðis
stofnunum landsins en verið hefur ára
tugum saman. Í því felast mikil sóknarfæri,
fyrir stjórn völd, stjórnendur stofnananna
og ekki síst fyrir hjúkrunarfræðinga sjálfa.
Sú mikla áhersla, sem stjórnvöld leggja
á að aldraðir geti verið sem lengst á
eigin heimili með viðeigandi aðstoð og
stjórnendur sjúkrahúsa leggja á að stytta
legutíma, mun ekki nást fram nema
með nægri mönnun hjúkrunarfræðinga.
Endurskipulagning hjúkrunarþjónustu, þar
með útdeiling verkefna, er nú möguleg.
Allt þróunar og gæðastarf getur fengið
aukið vægi í störfum hjúkrunarfræðinga
og mikilvægt er að nýta þetta tækifæri til
að innleiða nýjungar í hjúkrun. Skráning
og gæðaeftirlit er síðan lykillinn að því
að sýna fram á breytingar og ávinning af
góðri mönnun hjúkrunarfræðinga.
Fjölgun aldraðra og fjölþættari heilsu
farsvandi þeirra, ásamt lengri búsetu
á eigin heimili, krefst aukins fjölda
hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun. Sér
hæfða heimahjúkrun þarf einnig að
stórefla en slík þjónusta er forsenda
þess að hægt sé að stytta legutíma
á sjúkrahúsum. Sérhæfð heimahjúkrun
er hagkvæm brú milli sjúkradeilda og
almennrar heimahjúkrunar.
Það má ljóst vera að krafan um hag
ræðingu í heilbrigðiskerfinu verður hávær
að minnsta kosti næstu tvö til þrjú ár. Því
er mikilvægt að stjórnvöld og stjórnendur
stofnana hafi heildarhagsmuni í huga og
hafi ákveðna framtíðarsýn þegar ákveðið
er hvar skuli bera niður í hagræðingunni.
Annars er hætt við að menn spari eyrinn
en kasti krónunni.
Ég óska hjúkrunarfræðingum og öðrum
lesendum gleðilegs sumars og þakka
samfylgdina í vetur.
VEL MANNAÐ VERNDAR LÍF
Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Formannspistill