Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 200926 Suzanne Gordon er blaðamaður og hefur skrifað fjölda greina og bóka frá femínísku sjónarhorni. Hún kom fyrst til Íslands 2003 og stýrði þá vinnusmiðju sem hét „Rjúfum þagnarmúrinn“ auk þess að halda fyrirlestra víða. Ýtarlega var fjallað um þessa heimsókn í 5. tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga 2003. Hún kom svo aftur 2006 og nú í mars 2009 í þriðja sinn, í þetta skipti í boði hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í heimsókninni hélt hún erindi á Landspítala sem nefndist „From virtue to knowledge: making nursing credible“ og annað erindi á ársfundi Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði sem fjallaði um orðræðu og rannsóknir í hjúkrun. Hún gaf sér einnig tíma til að heimsækja Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og ræða um ímynd hjúkrunarfræðinga. Eftirfarandi frásögn byggist á þessum þremur erindum Suzanne Gordon. Í fyrirlestrinum í Hringsal á Landspítala fór Suzanne Gordon gagnrýnum orðum um hjúkrunar fræðinga. Þetta var hins vegar upp byggileg gagn rýni því Suzanne er mikill tals maður þess að hjúkrunarfræðingar skipi hærri sess í þjóð félags umræðunni. Hún hefur skrifað um heil brigðis mál og hjúkrun allt síðan hún gaf út bókina „Life support: three nurses on the front lines“ 1996. Nú er hún að undirbúa nýja bók með vinnuheitið „When chicken soup is not enough“. Titill bókarinnar vísar til fjölda „Chicken soup for the soul“­bóka sem hafa verið gefnar út í Bandaríkjunum og innihalda uppbyggilegar sögur. Ein þeirra heitir „Chicken soup for the nurse's soul“ og var hún kynnt í Tímariti hjúkrunarfræðinga í 4. tbl. 2008. Í nýrri bók Suzanne Gordon verða einmitt sögur hjúkrunarfræðinga. Hún segir reyndar að erfitt sé að fá hjúkrunarfræðinga til þess að segja sögur. Þegar þeir á Christer Magnusson, christer@hjukrun.is „HJÚKRUNAR HVAÐ?“ Suzanne Gordon í heimsókn á Íslandi Margir íslenskir hjúkrunarfræðingar þekkja nafnið Suzanne Gordon. Hún hefur skrifað bækur um rödd hjúkrunar og kom nýlega í þriðja sinn til Íslands til þess að tala um baráttumál sitt – að upplýsa almenning um þekkingu og hæfni hjúkrunarfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.